bimmer wrote:
Af hverju?
Þetta er frávik frá lögmáli Leonardo da Vincis (1588) (og Coulombs) sem er í raun bara hægt að skýra almennilega með tilraun.
Eins og ég sagði áður þá er undantekning á reglunni sú núningskraftur er ekki háður stærð snertiflatanna svo lengi sem þeir eru nógu stórir til að annar dældist ekki undan hinum. Dekkið dældist að sjálfsögðu.
Gripið á dekkjunum eykst eftir því sem þau eru breiðari vegna þess að dekkið dældist undan þyngd bílsins og sem afleiðing af því þarf meiri kraft til að yfirvinna þann núning heldur en ef dekkin væru mjórri.
Taka verður í myndina líka að oftast er kyrrstöðunúningur meiri en hreyfinúningur.
Í meginatriðum er niðurstaðan úr tilrauninni sú að efni eins og gúmmí, plast og jafnvel pappír svo og sumir þurrir málmar haga sér þannig að núningurinn eykst með stærð flatar og minnkar með hraða.