Hi
Jæja, þar sem ég er búinn að gera alla fjöskyldumeðlimi og aðra í kringum mig geðveika ætla ég að gera ykkur smá geðveika líka.
Þannig er að við erum að kaupa nýjann bíl, og varð BMW fyrir valinu að hluta til vegna þess að þeir bjóða besta dílinn fyrir okkur. Taka skal fram að bílinn kemur ekki til með að verða á Íslandi.
Það sem ég vil fá frá ykkur, er endilega ef einhver hefur konkret upplifun af viðkomandi bílum, sem eigandi eða prufukeyrslu osfr., eða bara hvað mönnum finnst almennt flottara.
Um er annarsvegar að ræða 120d M Sport sem yðri tekinn í Japan Red, með flestum aukahlutum, s.s. Xenon, sóllúgu osfr. Hinsvegar er um að ræða e90 30 bíl í þremur útfærslum, 320d M Sport, 320si eða 325i M Sport. Við keyrum ekki mikið og nánast ekkert innanbæjar og hugsum okkur að eiga viðkomandi bíl í svo sem 4-5 ár allavega.
Í þessu dæmi er 120d ódýrastur, fylgt eftir af 320si, 320d og 325i. Það munar í reynd um 4500 euro á 120d og 325i þannig að það er ekki peningamunurinn sem er að bögga okkur.
120 bíllinn yrði nákvæmlega svona:
meðan e90 bílinn sama hvað útgáfa af honum yrði um að ræða yrði meira og minna svona einnig í Japan Red:
100 bílinn yrði líklegast tekinn með gráu leðri en 300 með þessari geggjuðu að mínu mati alcantra/leður innréttingu að ofan.
Málið er við fílum minni bíla betur en stærri per se, og erum bara 2. Hinsvegar er verðmunurinn það lítill að mér finnst soldið blóðugt að fara í 100 bílinn þegar maður fær þónokkuð mikið meiri bíl í e90, en vissulega soldið mikið meira fullorðins bíl, sem við erum mikið á móti.
Sum sé mikið dilemma, endilega nota þenna fína föstudag í að ausa úr skálum visku sinnar og redda málinu handa okkur.
Sólarkveðja
G