Þetta hljómar svo ótrúlega vel að ég trúi þessu eiginlega ekki.
Ég er auðvitað yfir mig ánægður, en mig langar að vita eitthvað meira, eins og t.d. hvar standa þessi mál núna? Er búið að fá öll leyfi, hvenær byrja framkvæmdir eða fremur hvað á eftir að gera áður en framkvæmdir geta byrjað?
Svona af myndunum að dæma og svo það sem maður hefur heyrt með þessa upphitun á brautinni þá ætti þetta að verða alveg svakalega flott, og ég meina alveg svakalega, hrikalega flott.
Mig langar að fá að vita eitthvað meira með þessar pælingar, það hlítur að vera eitthvað meira en bara með þessar dekkjaprófanir.
Það eru bara svo hrikalega margar spurningar sem koma upp í kollinn á manni að ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þær allar hérna.
Finnst reyndar voðalega lítið sagt á þessari icelandmotopark.com síðu, langar að sjá einhver plön yfir þetta, eitthvað almennilegt.
Í sambandi við brautina sjálfa, mér líst ágætlega á hana, ég taldi 7 vinstri begjur, kannski 8 ef maður vill telja síðustu beygjuna sem tvær begjur því hún kemur í boga og svo verður hún krappari, semsagt kemur beygja inni í begju. Og svo taldi ég 5 hægri beygjur.
Kannski best að kommentera sem minnst mitt álit á brautinni því ég styð bara braut hvernig sem hún lítur út, það vantar bara braut hérna.
Bara svo margt sem maður fer líka að pæla í, þessar fréttir sem maður fær eru svo littlar í rauninni eiginlega bara myndir sem eru að kveikja í manni. Eins og ég sagði áður, langar að vita meira hvar málin standa, því það koma upp spurningar í kollinn eins og t.d. hvort maður ætti að kannski að leita að húsnæði í Reykjanesbæ, ætti maður kannski að fara út og taka ARDS próf og margt fleyra í þessum dúr.
Ætla sjálfur ekki að skrifa meira núna, langar sjálfum að lesa meira um þetta og fá að vita meira ...og meira, meira í dag en í gær.
Endilega ef þið finnið eitthvað meira um þetta póstið því hérna eða jafnvel sendið mér það í PM / EP