Sá sem keypti bílinn (og borgaði inn á hann) hætti við. Hann pakkaði saman og ég (af því að ég er svo næs gæi) sagði bara allt í lagi.
His loss is your gain!
BMW 528i 1986. Þessi bíll var upphaflega 520ia, en var breytt í Maí 2003 í 528i. Ekinn um 180.000 km.
Bíllinn er Grænsanseraður (Achatgrun) og lakkið er gott á honum. Hann hefur greinilega verið heilsprautaður einhverntíman fyrir ekki svo löngu, sennilega framtjón þar sem húddið er nýlegt. Ekkert stórt samt.
Dökkgræn innrétting sem lítur mjög vel út.
Leðursæti. Hvergi rifið úr sætum og innréttingin er mjög fín.
Aksturstalva
Sport stýri (leður í toppstandi)
Dráttarkúla
Krómbogar (ef þú vilt)
Þokuljós.
Litað gler (brúnt)
Samlæsingar
Vökvastýri (að sjálfsögðu)
8x álfelgur með dekkjum
Diskabremsur að aftan
Nýr Jensen
CD spilari (ef bíllinn selst bráðlega og ég verð ekki búinn að setja hann í annan bíl)
4 gíra sjálfskipting
Vélin er M30 2.8L,
184hö með L-jetronic innspýtingu. Ég tók þessa vél sjálfur upp fyrir u.þ.b. 30.000km síðan (1999). Skipti um stimpilhringi, sveifaráslegur, og stangarlegur. Heddið var tekið upp hjá Vélalandi. Allt varðandi rafkerfið var tekið í gegn (spíssarnir mældir, kaldræsibúnaðurinn yfirfarin, kveikjan yfirhöluð ofl). Allar hosur endurnýjaðar (BMW) í kæli- og vacuumbúnaði.
Það er
allt endurnýjað í bremsubúnaði og fjöðrun að aftan í bílnum, nýir handbremsubarkar, handbremsuborðar, hlífar að innanverðu sem bremsuborðarnir festast á, bremsudælur uppteknar (ný gúmmí og málaðar), nýjir gúmmípúðar í upphengju afturöxuls. Bremsur að framan eru í fínu standi.
Pústið er í lagi, afturhluti mjög góður, fremsti kútur er verstur ásamt öðru rörinu úr pústgreininni. Það á eftir allavega 2 ár eða svo (kostar nýtt kannski 20.000 kall). Tvöfalt kerfi alveg afturúr.
Ég skipti um innra bretti í bílnum (sauð nýtt í) þar sem það var eiginlega eini staðurinn sem ryð var í bílnum. Undirvagninn er góður og bremsu- bensínrör í fínu lagi. Framendinn fyrir neðan húdd er nýsprautaður, ásamt báðum frambrettum og framhurð v/m. Einnig er búið að laga örfáa ryðbletti sem voru á boddíinu.
Bíllinn er
nýskoðaður (29.05.03), með tveim athugasemdum. Það sem fannst að var brotið gler í þokuljósum, ásamt gúmmíi sem er rifið á einum stýrisenda. Bíllinn er samt með fulla skoðun, ekki endurskoðun.
Bíllinn er í RVK fyrir þá sem vilja skoða.
Fyrir þennan vagn ætla ég að fá 170.000.- STGR
Sæmi 699 2268 smu@islandia.is

[/img]