Helgi M wrote:
Akkurat eins og spjallið og forsíðan er núna og hefur verið er aðalástæðan "fyrir utan það að ég á bmw" að ég er búin að vera hérna frekar en á live2cruize, því að til dæmis í öðru hverju innleggi á live2cruize er sagt annað hvort "honda-spyrna" eða eikkað endalaust diss og rifrildi en þegar að kemur rifrildum á þessu spjalli þá fleygja menn hugsuðum rökræðum að hverjum öðrum en ekki bara "bíllin þinn er ljótur-ég rústa þér í spyrnu" og líka hvað nær flest allir hérna sýna fágun á spjallinu og kurteisi almennt.

Ohh, hvað ég get ekki verið mikið meira sammála þér.
Að auki þótt ég nefni ekki klúbbinn, þá þoli ég ekki póstana sem eru bara með orðinu "lol" eða einum broskall.
Og svo hina óskrifuðu reglu sem sögð er óbeint í öðrum hverjum þræði:
Ég er með fleyri pósta en þú og er því betri en þú!
Og þessi endalausi metingur hjá pósthórunum.
Í sambandi við BMW-kraftinn þá finnst mér spjallborðið hérna fínt, fjöldi meðlima er fínn, ekkert owercrowded og held að meðal-aldur notenda hérna sé í nokkuð góðri tölu sem er næstum samasemmerki við þroski og skilning og smá virðing.
Menn hafa áhuga hérna á hraðakstri og aksturíþróttum ýmsum, en ekki bara einhverri einni aksturíþróttagrein eða bulla og þykjast vera algjörir englar sem aldrei hafa brotið eina einustu umferðalög.
Í sambandi við heimasíðuna sjálfa finnst mér lookið á henni gott og það sem á henni er, reiknivélin er ein mesta snilldin, nota hana mikið og er alltaf að benda fólki á hana.
En ég er alveg sammála því að það mætti alveg uppfæra hana svona öðru hverju

Veit alveg að þetta er pirrandi að lesa einhvern skrifa þetta, þegar maður er að sjá um þetta og hefur margt annað þarfara að gera.
Mér finnst líka með bíl mánaðarins ekkert endilega þurfa að skipta á mánaðar fresti, tveggja mánaðr frestur er alveg nóg og ég væri til í að sjá allskonar BMW bíla, ekki bara þessa dýru fínu, jafvel þótt einhver ætti 316i ´86 ódýrstu týpu, riðgaða á 14" stálfelgum og með rifin sæti, það er bara flott að hafa það svona inn á milli. Semsagt bara bíla meðlima sem kæra sig um það að hafa þá til skiptist sem bíla mánaðarins.
Jafnvel mætti setja inn BMW bifreiðar sem ekki eru komnar á markað eins t.d. í dag mætti alveg vera Z4 Coupe.
En svona over-all þá er ég alveg sáttur.