Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í þónokkur tíma, langað bara að pósta þessu inn og sjá svona hvernig viðbrögð við þessari hugmynd yrði.
NOTA-BENE þetta er algjör gæluhugmynd og ég hef ekki talað um þetta við neinn, þetta er það fyrsta sem ég læt frá mér um þessa hugmynd.
Ég myndi ekki pósta þessu hvar sem er, því ég er ekki að sjá hvaða bílaklúbb sem er geta farið í svona ferð, ég er ekki að skjóta þessu á einhvern einn áhveðinn klúbb eins og ég veit að sumir halda núna.
Það er nú ekkert langt síðan að hérna á BMW-kraftur spjallinu var verið að pæla í hópferð til UK á einhverja MEGA BMW-samkomu, auðvitað langaði öllum að fara en annað var með hvort fólk hefði efni á því, hefði tíma eða aðrar álíka ástæður.
Ég er semsagt búinn að vera pæla í því hvort einhver möguleiki sé á því að byrja t.d. fljótlega /á næstu mánuðum að skipuleggja hópferð á bílum með Norrænu til helst UK sumarið 2007 semsagt eftir heilt ár, því ég held að það að pæla í sumrinu núna 2006 sé allt, allt of stuttur fyrirvari og það yrði ekkert úr svoleiðis dæmi.
Það sem hugmyndin byggist uppá.
Farið væri í hópferð til Seyðisfjarðar, skiptir ekki máli hvort farið er suður eða norðu leiðina ef farið er að sumri til, kannski frekar norðuleiðina og stoppa á akureyri þar sem norlenskt kjöt ...ég meina BMW-krafst fólk myndi taka á móti sunnlendingunum með bros á vör, boðið uppá pulsur og kók-bjór og haldið svo áfram, jafnvel daginn eftir til Seyðisfjarðar til að taka Norrænu.
Fyrir ferðina væri búið að setja upp nokkuð nákvæmt plan, semsagt hvar yrði gist, hvað yrði gert og svo einhver frír tími fyrir alla svo hver og einn getur gert það sem honum langar til án þess að þurfa hanga með hópnum.
Það sem ég er að tala um í skipulagi er t.d. :
* Hvar er gist, kannski gist á nokkrum mismunandi stöðum.
* BMW-Mega-samkoma/sýning
* Möguleiki á að komast í kynni við BMW-áhugamannaklúbba í UK næsta vetur og hitta þá svo næsta sumar.
* Fara á nokkra track-days á mismunandi brautum.
* Jafnvel passa uppá að fara á tíma þannig að hægt væri að ná Silverstone Formula 1 keppninni.
* Bílasöfn, og annað áhugavert skoðað
* Ef einhverjir hefðu áhuga að fara í svona super-car-driving-experiment eins og ég fór í fyrra á Thruxton, semsagt prófa Ferrari og Lamborgini og svoleiðis.
Helst að það yrði einhver skipulagsnefn sett á laggirnar, og hennar djobb væri að búa til plan fyrir ferðina, finna semsagt út hvernig best væri að hagræða ferðinni svo ekki yrði keyrt framm og tilbaka um allt bretland heldur frekar að hægt væri að keyra einhvern hring eða suður eftir M5 og svo aftur norður.
Finna út ódýrstu deala fyrir track-day og ferðina út og hótelgistingu og fleyra í þeim dúr.
Þeir sem ætluðu sér svo að fara út, yrðu að borga þessari skipulagsnefnd einhverja ákveðan upphæð sem væri þá fyrir ferðinni, hótelinu og eitthvað af uppákomum eins og track-days og fleyra í þeim dúr.
Sú upphæð gæti auðveldlega verið á bilinu 150-200 þús kr. Og þá væri búið að ganga frá öllu fyrir ferðalangann, miðum og hóteli og öllu svoleiðis.
Jafnvel mætti láta skipulagsnefndina athuga hvort einhverjir væru til í að styrja svona ferð.
Eitt sem má bæta við er að vel má reikna með því miðað við bensínverð í dag að bíll með eyðslu uppá 10-15 lítra á 100 geti auðveldlega farið með 50 þús kr jafnvel meira í svona ferð.
Ég hef ekkert almennilega skoðað ferðir Norrrænu en svona pælingin er að þetta yrði svona 2-3 vikna ferð.
Veit ekki nákvæmlega með kostnað en ég get alveg ímyndað mér að fyrir einstakling með einn bíl að við værum að tala um allavega 300.000 kr, og mjög auðveldlega hægt að fara yfir 500.000 kr ef mönnum langar að gera margt og eru að eyðslusömum bíl. -Miðað við gengið í dag.
Og til að ökutæki meigi fara í svona ferð út úr landi verður hann að vera full skoðaður og með greiddar tryggingar.
Og ég tala nú ekki um það að maður getur alveg reiknað með afföllum í bílaflotanum í svona ferð, hversu leiðinlegt sé svosem að segja það. Og þá er ég að tala um allt sem getur komið fyrir helst þá árekstur, þjófnaður eða skemmdarverk. En auðvitað myndi maður vonast eftir að ekkert slíkt myndi gerast en það þarft bara alltaf að vera viðbúin því.
Svo er ein hugmyndin til að einhver skynsemi sé í kringum þetta að enginn yngri en 20 ára mætti ferðast einn, og allsenginn yngri en 18 ára koma með.
Það má auðvitað deila um þetta, en þetta er mín hugmynd.
Menn hliðhollir BMW-kraftur-klúbbnum mættu vel koma með ef þeir uppfylla öll skilyrði og enginn/fáir séu á móti því.
Ekkert að því að hafa t.d. nokkra Porsche bíla með.
Svo held ég líka að hópurinn sem ætlaði sér að fara í svona ferð yrði að hittast nokkrum sinnum og spjalla t.d. í pool eða álíka áður en farið yrði, bara til að kynnast smá, semsagt ég vil meina að svoleðis yrði að vera hluti að undirbúningi fyrir svona ferð.
Því t.d. bara með mig, þótt ég hafi mætt á nokkrar samkomur og talað við nokkra ykkur, og aðeins farinn að skrifa hérna á spjallinu þá þekki ég eiginlega engann ykkar neitt og er ekkert viss um ég myndi vilja fara með ykkur í svona ferð núna. En ég væri virkilega til í að fara í svona ferð með fólki sem hefði áhuga á þessu og ég hef einhvernveginn mikla tilfinningu að fólkið sem passar í svona ferð sé hægt að finna hérna.
Svo er líka eitt, ég hef ekkert talað við umsjónamenn BMW-krafts um hvernig þeim líst á þetta, getur velverið að þeir vilji ekki blanda nafni klúbbsins við þetta, þá er spurning hvort hægt sé að finna menn sem hefðu áhuga á að skipuleggja svona ferð, án þess endilega að hafa BMW-kraftur nafnið nálægt þótt það væri jafnvel eingöngu BMW bílar úr klúbbnum sem myndu fara. Allsekki neitt ílla meinta, ég bara veit ekkert hver viðbröð umsjónamanna hérna verða við þessari hugmynd því hún kemur sennilega eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Ég veit alveg að það eru örugglega alveg fullt af gaurum hérna sem hugsa: “Vá! Cool hugmynd, gerum þetta!” Mig langar frekar að sjá hvort fólk tímir þessu og er verulega viljugt að taka þátt í svona, og alveg frá næstum deginum í dag leggja smá til hliðar á hverjum mánuði til að geta farið í svona ferð eftir örlítið meira en 1 ár. Mig virkilega langar að sjá bæði commentin: “Já! Geggjaðasta hugmynd í heimi” og líka “Ertu eitthvað snar, þetta er fáránlegasta hugmynd sem ég hef séð af öllum spjallborðum á öllu internetinu!” + að mig langar að sjá einhver smá meiri comment og hugmyndir, allar hugmyndir velkomnar, ég er eiginlega bara að biðja um þær, hversu fáránlegar sem þeir geta virst vera. ...eða snjallar.
Veit alveg að þetta er pínu geggjuð hugmynd og örugglega fullt, fullt af hlutum sem þarf að huga að sem mig órar örugglega ekki fyrir að þurfi að kíkja á. En ég held að þetta sé alveg tilraunarinnar virði að pósta hérna hugmyndinni og sjá hvað þið segið.
_________________ Sverrir Már
Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93
|