Í hvert skipti sem ég las orðið Dekkjasokkur langaði mig að bæta við m-i aftan við s-ið.
Þetta er nú alveg áhugavert sko. Alveg hlutur sem vert er að skoða.
En má t.d. setja þetta utan um nagladekk?
Eins og t.d. ef maður er alveg pikk-fastur, kemst hvorki afram né afturábak, hjálpar þetta manni eitthvað eða er bara svipað grip í þessu og ágætum nagladekkjum!!!
En ég verð þó að segja að ég er alltaf smeikur við svona lausnir, því alltaf eitthvað af fólki sem kaupir þetta, hefur þetta í bílnum og sleppir því að fá sér grófari dekk á veturna og heldur að það geti keyrt um á slitnum sumardekkjum í snjónum og reddað sér svo með svona smokki þegar það festir sig.
