BMW E30 árgerð 1987 - M52B28 Mtech I
Jæja þá er maður endanlega orðinn ruglaður..
Ég sá auglýsingu hérna á kraftinum á föstudaginn þar sem þessi bíll var auglýstur. Eins og menn sáu voru ekki miklar upplýsingar um hann þannig ég hringdi í hann Gulla sem átti hann. Gulli tjáði mér að bíllinn væri eiginlega seldur þannig ég bauð 10.000 kalli hærra en næsti maður og fór samdægurs og náði í bílinn. Skoðaði hann létt yfir og ákvað að skella mér bara á þetta.
Þannig ég keyrði bílnum bara í bæinn , reyndar í spotta útaf hann er ekki á númerum.
En já, það er smá pæling bakvið þetta project. Ég ætla mér í Evrópuferð árið 2007 og draumurinn var alltaf að fara og kaupa bmw úti og flytja heim. En þegar ég skoðaði þennan bíl þá ákvað ég að ég ætla á honum út og vera búinn að gera hann góðann fyrir Maí 2007. Þannig ég hef um það bil ár, sem er vel nóg.
En að bílnum.
BMW E30 320i 1987, Pre Facelift (verð nú bara að segja að ég fíla það)
Bíllinn er ekinn 164.000 og er með topplúgu
Kastarar eru í stuðara og virðast þeir í góðu lagi.
Skálar að aftan (sé hvort ég skelli diskum í þetta)
M-Tech 3 arma stýri
Filmur sem voru settar í nýlega.
Ég held að þetta séu BBS felgur sem eru undir honum, allar í mjög góðu ástandi nema ein sem skemmdist í árekstrinum. Læt felgukallinn á höfðanum kippa því í lag.
Ástand - Bíllinn er gott sem óryðgaður fyrir utan nátturulega skemmdina, ég tók öll teppi úr bílnum um helgina og átti von á því að finna eitthvað ryð í botinum en svo var ekki. Sem er bara gott.
Framhjólabúnaðurinn hefur greinilega skemmst eitthvað. Ætla prufa taka demparana og gormana úr og svo verður innra brettið rétt.
Myndir Afturendinn, hægra afturljósið skemmt.

Svo þegar ég opnaði skottið tók við þetta.. Pollur af vatni.. Ég fór inn og náði í garðkönnu og ákvað að mæla vatnsmagnið báðum megin, jós í dolluna og það komu 7 lítrar af vatni úr botninum, en ekkert ryð þar. Sem betur fer.

Skemmdin séð frá skottinu

Tjónið að aftan. Verður smá föndur að skipta um þetta.



Ökumannshliðin er óskemmd og mér finnst bíllinn líta bara nokkuð vel út svona. Ég hugsa að ég shadowline-i hann ekki.

Búinn að taka stuðarann af, hann er óskemmdur að mestu.

Þá er komið að skemmdinni að framan.


Innra brettið vel kýlt inn.


Ég tók svo myndir af hjólabúnaðnum bæði hægra megin og vinstra megin. Sjáiði einhvern mun? Eða já, finnst ykkur eitthvað vera í ólagi.
Hægra megin.

Vinstra megin

Einhver ógeðsleg loftsía í bílnum.. Orginal boxið verður sett í staðinn..


Reif öll teppin og allt draslið úr bílnum og þurrkaði botninn.


Innréttingin í bílnum er mjög heil fyrir utan hanskahólfið. Þarf bara að þrífa þetta töluvert.


Henti dótinu bara aðeins á hellurnar í góða veðrinu áður en ég fór með það.

Felgurnar, held að þetta séu BBS felgur

Dekkin eru öll í góðu ástandi.

Uhm já og svo sjúkrakassinn í bílnum.....

Hefur drukknað aðeins.

Endilega komið með einhver komment á hvernig er best að laga skemmdirnar.. Þetta verður væntanlega ekki rétt að aftan og verður því að sjóða nýtt í þetta.. Eða hvað ... ?
Eins með hjólabúnaðinn.
En ég vona að menn hafi jafn gaman af þessu og ég. Það verður farið á fullt með þetta þegar ég fæ húsnæði og get farið að taka boddíið í sundur.
Go E30
