Ef þú tekur bílinn með norrænu þá er eins gott fyrir þig að hafa allar tollskýrslur tilbúnar þegar mætt er á seyðisfjörð. Annars þarftu að bíða meðan skýrslan er græjuð, föxuð á sýslumanns skrifstofuna þar og svo þarf að borga öll gjöld þar, áður en þú getur farið með bílinn upp á Egilstaði og látið skoða hann og sett hann á númer. Ef þú ætlar að leigja rauð númer til að keyra frá Seyðisfirði upp á Egilstaði þá verðuru að gera það á Egilstöðum eða annari skoðunarstöð, það er ekki hægt niðri á Seyðisfirði.
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--