Jæja, ég fann enga góða útistöðu í sólinni í dag svo ég varð að gera þetta inni um kvöldið, þegar það fór að rigna.
Þetta var gert almennilega í dag, prófaði nýtt bón sem var að svínvirka.
Nýtt frá Turtle, komin einhver lína frá þeim sem heitir "Nano-technology"
Frekar cheasy nafn, en ég ákvað að prófa og vá hvað ég er sáttur. Bæði er það þægilegra að setja bónið á, og svo taka það af og bíllin er ekkert smá flottur.
Ég fattaði þegar ég var byrjaður að bóna að ég hefði gleymt myndavélinni svo ég bara notaði símann, en þær eru góðar miðað við það
En nóg tal, nokkrar myndir hérna.
Setti bílinn bara á lyftaran, ekkert smá þægilegt að bóna bíl með hann á lyftara
Hér er bónið komið á
Maður má ekki gleyma afturendanum!
ójá!
Svo aðeins lengra í burtu
Kominn út í rigninguna, ég var virkilega bara að spá að geyma hann þarna í nótt, hehe
Víðara
Svo tók ég leðrið í gegn!
Takk kærlega Jss! Þetta dót svínvirkar
Ekki var þetta fallegt fyrir
Og eftir 5mínútur...
Hell yeah
Var að ýta á "skoða" og fatta að myndirnar eru frekar stórar, en þær smellpassa á mínum skjá, svo ég bara læt þetta sleppa
