mbl.is
Umferðin varð svo mikil að vefurinn hrundi
Yfir 13.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. Að sögn Borgar Þórs Einarssonar, formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, jókst umferð mikið eftir að Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá málinu og gerði virkan tengil á vefinn deiglan.com.
Eftir kl. þrjú voru skráningar á listann um 50 á mínútu og olli þessi mikla umferð því að vefur Deiglunnar hrundi nú fyrir stundu og er hann nú óvirkur.