bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 04:23

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 02:58 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Ég ætlaði mér fyrst að setja þetta bara inn á live2cruize en mér finnst þetta svo alvarlegur hlutur sem í raun er svo lítið talað um eða pælt í að ég ákvað að setja þetta hérna líka.
Þetta er hlutur sem allir vita af en fáir sem virkilega pæla í hversu alvarlegt þetta virkilega er og það er stutt í það að virkilega þarf að fara gera eitthvað uppá nýtt svo geislavirknin frá svæðinu aukist ekki.
Ef ykkur finnst þetta ekki passa hérna þá eyðið þið þessu bara út.

Image

Svona fyrst enginn hefur minsta á það, þá eru 20 ár í dag (þegar þetta er skrifa) eiginlega í gær, frá sprengingunni í Chernobyl Kjarnorkuverinu í Úkraínu.
Semsagt þann 26. April 1986 klukkan 1:23 að staðartíma.
Mörg ykkar sem lesa þetta ekki enn fædd.

Þetta orkuver var mjög frumstætt, í raun var allt mannstjórnað. Ólíkt því sem gerist í dag þar sem ef eitthvað fer úrskeiðis taka tölvustýrð kerfi í taumanna og loka á öll kerfi til að koma í veg fyrir slys.
Þennann dag 26. April 1986 var verið að gera test í 4 ofni kjarnorkuversins. Testið byrjaði klukkan 13:00 að staðartíma. Þeir lokuðu viljandi fyrir vatnskælingu fyrir kjarnann. Allar viðvörunarbjöllur fóru á fullt í gang, en þeir gerðu ekkert því þeir voru að testa eitthvað thingi. Klukkan 1:23 að staðartíma sprakk ofninn vegna gufumyndunnar inni í ofninum. Og skemmdi húsið sem hann var í, sem var í raun bara lélegt skýli.

Strax sama dag var geislunin á svæðinu orðin 100.000 sinnum meiri heldur en algjört topp má vera.

Um 8 tonn af geislavirku skýi fór í andrúmsloftið.

Image
Þetta er mynd sem sýnir geislavirknina yfir Norðurhluta jarðarinnar þann 12. Maí 1986 eða 16 dögum / hálfum mánuði eftir slysið.
Skoðið þessa mynd vel, horfið á hvaða lönd eru þarna, öll evrópa er bara smá hluti á allri myndinni.

Þeir reyndu fyrst að leyna þessu. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna sem kjarnorkumælar í kjarnorkuveri í svíþjóð fór í gang, semsagt mælar fyrir utan kjarnorkuver í svíþjóð sem áttu að fara í gang ef það ákveðna kjarnorkuver færi að leka myndu fara í gang. Semsagt allt viðvörunarkerfi fór í gang í þessu kjarnorkuveri í svíþjóð og þeir skildu fyrst ekkert í neinu því það var ekkert að neinu hjá þeim. Fljótlega fóru fleyri mælar í kjarnorkuverum á fleyri stöðum í svíþjóð og annarsstaðar í evrópu í gang og þá sáu þeir að eitthvað mikið var að.

Þetta er fyrsta tilkynning til íbúa Úkraínu um kjarnorkuslysið.
Tilkynningin var ekki nema 14 sec. Og notabene þetta er mesta umhverfisslys í mannkynssögunni. Og annað, þetta var ekki fyrr en í kvöldfréttum þann 28. Apríl, semsagt tveimur dögum eftir slysið.

Björtustu vísindamenn segja að það verði ekki byggilegt þarna á þessu svæði fyrr en í fyrsta lagi eftir 600 ár, aðrir segja minstakosti 1000 ár, enn aðrir segja miklu lengri tíma.

Engin veit hve margir raunverulega dóu vegna slysins tölur frá 30 og alveg uppí 400.000 hafa heyrst, ennþann dag í dag er fólk að deyja og kveljast úr sjúkdómum vegna geisluninnar.
Krabbameinstíðni margfaldaðist á mörghundruð kílómetra svæði í kring. Og geislunin hafði mest áhrif á ung börn. Þau byrjuðu fyrst að kvarta undan sársauka í fótunum.

Ef einhver man eftir Chernobyl Kidd of Speed, stelpunni Elenu sem átti að búa þarna nálægt og fara inn á svæðið á mótorhjóli þá er það víst bull hef ég heyrt, myndinar sem hún tók voru teknar í skipulagðri hópferð, og myndirnar þar sem mótorhjólið sést inná eru ekki nálægt Chernobyl. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Kidd Of Speed

Hefur einhver áhuga á að skella sér í skoðunarferð.
Gætum farið í BMWkraftur hópferð til Úkraínu til að skoða Chernobyl. :?

Fyrir þá sem hafa áhuga þá fann ég staðinn á earth google, sláið þetta inn í leitargluggan hjá ykkur:
51 23 22.51 N 30 05 56.56 E

Mörghundruð tonnum af allskonar efnum var reynt að sturta yfir berann kjartann úr þyrlum til að reyna minka geislunina, því miður var aðeins lítill hluti efnanna sem virkilega lenti á kjarnanum.
Svo byrjuðu þeir að hella mörghundruð tonnum af steypu yfir kjarnann og byggja hús yfir til að halda geislunni í lágmarki.

Image
Svona lítur klumpurinn út í dag. Hann var smíðaður til að endast í kringum 20-30 ár. En hann er þegar farinn að springa og leka. Það kostar um 1 billjón bandaríkjadollara (já þetta er billjón, ekki bara milljón) að láta smíða betri vörn í kringum þetta sem mér skylst að þyrfti að vera úr þykku blíi. Það eru peningar sem Úkraína á ekki til fyrir þetta.

Það er ennþá svo mikil geislun á svæðinu að þú mátt bara vera í stuttann tíma og verður að halda þig á ákveðnum vegum, því timbur og gróður sígur víst í sig geislavik efni. Ef þú ert of lengi á svæðinu áttu bara eftir að eignast mongolita eða mikið skert börn, og mikil hætta á að þú fáir krabbamein eða aðra ókennilega skjúkdóma.

Við þetta search mitt á upplýsingum um Chearnobyl horfði ég á video sem tekið var upp 1991 eða 5 árum eftir slysið, þar var mynd af brauði sem stóð á hillu inni í eldhúsi. Brauðið leit út eins og nýtt, engin mygla. Geislavirknin hafði haldið því "eins og nýju" í 5 ár.

Þrátt fyrir allt var ekki slökt á síðasta ofninum fyrr enn árið 2000.

Fín síða á íslensku yfir slysið fyrir þá sem hafa áhuga.

Image
Þessi mynd er tekin 1997 af börnum sem fæddust á nærliggjandi svæðum eftir slysið. Þau eru öll heilaskemd, engin af þeim getur labbað, skríða eða velta sér öll á gólfinu. Og þau eiga eitt sérstaklega sameiginlegt, þau voru öll yfirgefin af foreldrum sínum.
Og þetta eru ekki verstu dæmin.

Ef eitthvað er vitlaust sem framm kemur hérna endilega leiðréttið það.

Í lokin ætla ég að bæta við bréfi sem ung móðir í Úkraínu skrifaði:
Þetta er tekið af íslensku síðunni.

Beiðni um hjálp

Margir einstaklingar hafa reynt að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem beðið er um hjálp. Vert er að birta eitt bréf hér til að reyna að gefa hugmyndir um hvað fólkið hefur þurft að þola:

,,Ég er ekki orðin þrjátíu og tveggja og ég þarf að fara á spítala oft á ári. Börnin mín fjögur, elst þeirra tólf ára, eru stöðugt veik líka. Þróttleysi, sársauki í liðamótum, bólga í skjaldkirtli og eitlum, höfuðverkir, magaverkir, stöðugar sýkingar í hálsi og fleira og fleira. Það er eins ástatt hjá öllum fjölskyldum hér.

Við viljum lifa. Við viljum að börnin okkar lifi, verði heilbrigð og eigi sér framtíð. Vegna afskiptaleysis og grimmdar þeirra sem ráða hlutskipti okkar og barna okkar erum við dæmd til hinna hörmulegustu örlaga, sem við skiljum vel sjálf. Þeir einu sem skilja ekki eru skriffinnarnir í sínum þægilegu hægindastólum.

Þeir lofa fólkinu í Narodichi að þeir muni flytja á brott fólk allavega úr nokkrum bæjum, en í okkar héraði er það aldrei nefnt. Í mörg ár höfum við verið tilneydd að borða og drekka geislavirkni, að anda henni að okkur og bíða eftir okkar hinstu stund. Allt þetta á sér stað í landi fólksins, Sovétríkjunum, þar sem það er alltaf sagt, í útvarpinu, dagblöðunum og skólanum að mannréttindi skuli alltaf sett á oddinn.

Það er ekki satt. Engum er annt um okkur. Hverjum getum við að snúið okkur að? Ef ég vissi það myndi ég skrifa til Sameinuðu þjóðanna, af því að stjórnvöldin hér eins og fjölmiðlarnir eru getulaus eins og við.

Við sárbænum ykkur, við grátbiðjum ykkur, að aðstoða okkur í þessari ógæfu, að bjarga börnunum okkar."

Undir þetta skrifar Valentina Nikolayevna móðir fjögurra ungra drengja fyrir hönd allra mæðra í Olevsk héraði.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 03:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
Eitt sem ég hef aldrei skilið í þessu slysi er var þetta Spreinging eins og maður sér í bíómyndum(*KABOMMM*) sem rústar öllu eða var þetta bara smá spreinging sem orsakaði það að það öll geisluninn fór út en skildi ekki eftir sig mörg hundruð KM af rústum?
Annað mál. einu sinni heirði ég það að þetta slys var "ekki" slys heldur áættlað til ransóknar og tilrauna til að sjá hvað mundi ske. en ég las þessa kenningu reindar á samsæris-kenningar hippa síðu þannig að ég sel þetta ekki dýrara en ég keipti það.

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 06:30 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Langar að benda aftur á íslensku síðuna:

Íslensk síða um Chernobyl

Þar er hægt að lesa ansi nákvæmlega og nokkuð stuttu orði hvað gerðist.
Og líka ástæðan fyrir því afhverju þeir leyndu þessu í byrjun.

Eins og ég skil þetta þá var ákveðin tilraun í gangi að sjá hversu mikið afl hægt væri að fá útúr ofninum eða eitthvað álíka.
Svo var annað, tilraunin átti að gerast daginn áður og þeir voru byrjaðir. T.d. höfðu þeir tæmt varavatnið, svo það var ekkert varavatn til daginn eftir þegar slysið varð.

Sprengingin sjálf var ekki kjarnorkusprengja.
Heldur var kjarninn orðinn rosalega heitur, það mynduðust sprungur í ofninum að innann og alveg gígantíst heitt úraníum komst í gegnum sprungurnar og í kælivatnið og við það varð alveg rosaleg vatns-sprengja sem sprengdi 1000 tonna lokið af ofninum.
Byggingin sjálf stóðst engar vestrænar kröfur fyrir byggingu utan um kjarnorkuver. Hún var minnti víst meira á gott flugskýli.

Ofninn sprakk utan af kjarnanum og kjarninn sem búið var að hita svona mikið var allt í einu undir berum himni.

Allir þeir sem komust í sjónlínu við kjarnann urðu fyrir rosalegri geislavirkni og nokkrir dóu eftir bara nokkrar mínútúr, þeir sem ekki dóu urðu ofboðslega veikir.
Það var víst einhver brú þarna sem ég hef ekki fundið á korti sem var í kringum 2 km fjarlægt frá kjarnaum og hægt var að sjá hann. Margir dóu þar. Sama gilti um allir þá sem flugu yfir bygginguna.
Það er t.d. svæði þarna þar sem öll farartæki sem notuð voru eru, og þar eru nokkrar þyrlur sem flugu þarna yfir og voru notaðar í björgunartilraunir þær eru enn þann dag í dag svo geislavirkar að það er hætturlegt að koma nálægt þeim.

Heitt vatn springur

Þetta er ekki það sama og gerðist í Chernobyl, en það er ágætt að sjá þetta til að skilja aflið í vatni sem springur. Ef þú hitar vatn í öbylgjuofni þá sýður það ekki, heldur hitnar alveg sjúklega. Bara við það að setja teskeið ofaní vantið springur vatnið. Ég er enginn efnafræðinörd en þetta er einhver skyndilega orkubreyting sem á sér stað.
Það er í raun alveg öfugt sem gerðist í Chernobyl. Vatnið var "kalt" og sjúklega heitt úranið komst í vatnið og vatnið sprakk og ofninn í tætlur.

Nota bene, ekki prófa þetta heima í eldhúsi.
Ef þið prófið þetta sem ég trúi vel að einhverjir reyna, verið á opnu svæði. Helst úti og verið vel varin. Helst með rafsuðugler fyrir andlitinu. Því vatnið verður eins og sprengja og ef það snertir þig þá þýðir það 3. stigs bruni samstundis. Annars látið videoið nægja.
Í videoinu er vatnið greinilega bara rétt "volgt" því það bara svona bublar uppúr glasinu, ef það hefði verið virkilega heitt það hafði það virkilega sprungið.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 07:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
bara líka til að benda þér á að ef þú ert með amerískar upplýsingar þá er þetta ekki billjón dollarar á íslensku er það Milljarðir ;)

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 08:12 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Miklu flottara að segja billjón, trilljón, dilljón, silljónir. 8)

Já þetta er alveg rétt hjá þér.

En ertu viss um að Billjón sé sama og Miljarður?

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 08:27 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Svessi wrote:
Miklu flottara að segja billjón, trilljón, dilljón, silljónir. 8)

Já þetta er alveg rétt hjá þér.

En ertu viss um að Billjón sé sama og Miljarður?


Jamm, það er það sama.

Þetta var athyglisverður þráður hjá þér. Ég man vel eftir slysinu og hvað maður sem 14 ára krakki hugsaði. Maður þekkti ekki afleiðingarnar og var hræddur við kjarnorku - sérstaklega mengunina sem að lá að hluta yfir Íslandi.

Í mínum huga þá er þetta hinsvegar ekki kjarnorkan sem er svona hættuleg - heldur það hve hættuleg hún er í höndunum á röngu mönnunum. Kommúnistar voru auðvitað búnir að byggja upp sama kerfið í 69 ár þar sem allt gekk út á að kæfa niður ALLAR upplýsingar sem að ekki hentuðu ríkinu - vitleysan algjör.

Svo má auðvitað velta því fyrir sér að Kína er ennþá í sama pakka og sama getur gerst þar. Þá má heldur ekki gleyma því að þeirra gildi eru talsvert öðruvísi en okkar og þeir telja það ekki eftir sér þó að nokkrar milljónir manna svelti eða lýði þjáningar.

Hvað er hægt að gera - upplýsa fólk, stunda viðskipti, ferðast - fyrr eða síðar mun það hafa áhrif á fólkið sem býr á þessum svæðum.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 09:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Það er kjarnorkuver í næsta nágreni við mig. Sé þessa "fallegu" 4 strompa þegar ég spila golf. Verið er í Thionville, og þegar það var byggt varð allt vitlaust í LÚX.

Kjarnorkuverin eru ekkert hættuleg þannig séð, ef þau bila/springa ekki. Í raun er þetta ótrúlega hagkvæm og umhverfisvæn leið til að framleiða orku.

Það er furðulegt að sjá að það er alltaf ský fyrir ofan verið, sést vel á köldum björtum sumardögum. Ástæðan er gufan sem myndast við kælingu ofnana.
Image

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 09:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
fart wrote:
Það er kjarnorkuver í næsta nágreni við mig. Sé þessa "fallegu" 4 strompa þegar ég spila golf. Verið er í Thionville, og þegar það var byggt varð allt vitlaust í LÚX.

Kjarnorkuverin eru ekkert hættuleg þannig séð, ef þau bila/springa ekki. Í raun er þetta ótrúlega hagkvæm og umhverfisvæn leið til að framleiða orku.

Það er furðulegt að sjá að það er alltaf ský fyrir ofan verið, sést vel á köldum björtum sumardögum. Ástæðan er gufan sem myndast við kælingu ofnana.


Er þetta ekki kola ver?
Þegar ég var í belgíu fékk ég í magann þegar ég sá svona strompa gaura í nálægð við hótelið okkar, en svo kom í ljós að þetta var bara kola orkuver
:)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 09:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
gstuning wrote:
fart wrote:
Það er kjarnorkuver í næsta nágreni við mig. Sé þessa "fallegu" 4 strompa þegar ég spila golf. Verið er í Thionville, og þegar það var byggt varð allt vitlaust í LÚX.

Kjarnorkuverin eru ekkert hættuleg þannig séð, ef þau bila/springa ekki. Í raun er þetta ótrúlega hagkvæm og umhverfisvæn leið til að framleiða orku.

Það er furðulegt að sjá að það er alltaf ský fyrir ofan verið, sést vel á köldum björtum sumardögum. Ástæðan er gufan sem myndast við kælingu ofnana.


Er þetta ekki kola ver?
Þegar ég var í belgíu fékk ég í magann þegar ég sá svona strompa gaura í nálægð við hótelið okkar, en svo kom í ljós að þetta var bara kola orkuver
:)


Neibb.. þetta ver í Thionville er Nuke. 8)

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 09:47 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
gstuning wrote:
Er þetta ekki kola ver?
Þegar ég var í belgíu fékk ég í magann þegar ég sá svona strompa gaura í nálægð við hótelið okkar, en svo kom í ljós að þetta var bara kola orkuver
:)


Djöfull hefur verið auðvelt að ljúga að þér! :wink:
Nei, ég segi nú bara svona.

En fyrir þá sem ekki þekkja til þá líta þessi kjarnorkuver og kolaorkuver með svona strompum nánast alveg eins út.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 10:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Áhugaverð grein.

Það sem vert væri að vita er hvað framtíðarplanið varðandi þetta kjarnorkuver er. Ætla þeir að reyna að losa svæðið undan þessu með einhverjum ráðum eða ætla þeir að steypa steypulag um leið og geislun fer yfir eitthvað x ?

Hvernig er hægt að bjóða heiminum upp á þetta ? Hvað gefur þeim leyfi til að ógna öllum með þessu og hvað myndi gerast ef hryðjuverkahópar myndu senda eina væna sprengju á þetta ?

Og líka, erum við að tala um nokkur tonn af úrani eða erum við að tala um nokkra tugi eða hundruða þúsunda ? Átta mig ekki alveg á stærðinni.

Mér fannst reyndar þegar ég las greinina að viskan á bakvið tilraunina var að sjá hversu mikið ofninn þyldi án þess að velta því fyrir sér hvað myndi gerast ef ofninn myndi bresta.

Mín afstaða til kjarnorkuvera í dag er ekkert sérstök. Það eru vissulega staðir í heiminum þar sem erfitt er að sækja orku auðveldlega og þá hlýtur kjarnorkuver að vera nokkuð praktísk lausn en fyrir mitt leiti þá held ég að þetta sé of hættulegt þangað til við höfum tækni til að detoxa svæði í einni svipan. Þá geri ég mér grein fyrir hversu tækninni hefur fleytt fram síðustu 20 árin og hversu öryggisreglur hafa verið hertar á þessu tímabili, en hvað EF ?

Og síðast en ekki síst. Fyrst þeir geta ekki hreinsað upp Chernobyl svæðið, hvað gerist þá ef þeir þurfa af einhverjum ástæðum að flytja kjarnorkuver ? Eru þau bara byggð til endalauss frambúðar ? En þegar steypan fer að springa ? Veðrun..........

Ogggggg mengun virðir engin landamæri.

:roll:

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 10:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Hrikalegt að sjá greyið börnin :shock:

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Apr 2006 10:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Það sem þú verður að átta þig á að þetta voru gömlu sovétríkin sem voru þarna á ferð, þeim var skítsama um umhverfið. Það var endalaust kapphlaup við vesturlönd hver væri með bestu græjurnar. Því miður neyðarkælingarfyrirkomulagið hjá þeim þannig að stangirnar sem eru láttnar síga niður í kjarnaofnin til að hægja á klofnuninni voru mótordrifnar en í vestrænum kjarnorkuverum er þeim sleppt niður þannig að það gerist allt hraðar. Þetta hefur áhrif t.d. hér í Svíþjóð enn þann dag í dag, aska af brendum trjám getur verið hættuleg þar sem hún getur innihaldið geislavirkni síðan þetta slys var, enda ekki langt á milli ef þið kíkið á þetta á korti. Það sem er verst við þetta að það eru hrúgur af kjarnorkuverum með sömu hönnun út um öll fyrrum kommúnista ríkin, vonandi hafa þeir lappað upp á þau en eins og þið vitið þá er ekki mikið um peninga, og þeir hafa ekki efni á að slökkva á þeim því þeir selja orkuna til vestur evrópu. Eitthvað sem grænfriðungarnir sem vilja slökkva á kjarnorkuverunum þar ættu að hugsa út í, þau eru þó örugg hérna vestar í álfunni. Svo var hrúga af kjarnaofnum í gömlum kafbátum uppi í norður íshafi, síðast þegar ég vissi var ekki búið að taka þá í sundur þannig að ef eitthvað slæmt gerist þar þá náttúrulega er sjórinn í kringum ísland mengaður og landið svo gott sem óíbúðarhæft. Og svo má ekki gleyma svartamarkaðsbraskinu með úran og annað slíkt úr bæði gömlum kjarnorkuverum og vopnum.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 36 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group