Ég ætlaði mér fyrst að setja þetta bara inn á live2cruize en mér finnst þetta svo alvarlegur hlutur sem í raun er svo lítið talað um eða pælt í að ég ákvað að setja þetta hérna líka.
Þetta er hlutur sem allir vita af en fáir sem virkilega pæla í hversu alvarlegt þetta virkilega er og það er stutt í það að virkilega þarf að fara gera eitthvað uppá nýtt svo geislavirknin frá svæðinu aukist ekki.
Ef ykkur finnst þetta ekki passa hérna þá eyðið þið þessu bara út.
Svona fyrst enginn hefur minsta á það, þá eru 20 ár í dag (þegar þetta er skrifa) eiginlega í gær, frá sprengingunni í Chernobyl Kjarnorkuverinu í Úkraínu.
Semsagt þann 26. April 1986 klukkan 1:23 að staðartíma.
Mörg ykkar sem lesa þetta ekki enn fædd.
Þetta orkuver var mjög frumstætt, í raun var allt mannstjórnað. Ólíkt því sem gerist í dag þar sem ef eitthvað fer úrskeiðis taka tölvustýrð kerfi í taumanna og loka á öll kerfi til að koma í veg fyrir slys.
Þennann dag 26. April 1986 var verið að gera test í 4 ofni kjarnorkuversins. Testið byrjaði klukkan 13:00 að staðartíma. Þeir lokuðu viljandi fyrir vatnskælingu fyrir kjarnann. Allar viðvörunarbjöllur fóru á fullt í gang, en þeir gerðu ekkert því þeir voru að testa eitthvað thingi. Klukkan 1:23 að staðartíma sprakk ofninn vegna gufumyndunnar inni í ofninum. Og skemmdi húsið sem hann var í, sem var í raun bara lélegt skýli.
Strax sama dag var geislunin á svæðinu orðin 100.000 sinnum meiri heldur en algjört topp má vera.
Um 8 tonn af geislavirku skýi fór í andrúmsloftið.
Þetta er mynd sem sýnir geislavirknina yfir Norðurhluta jarðarinnar þann 12. Maí 1986 eða 16 dögum / hálfum mánuði eftir slysið.
Skoðið þessa mynd vel, horfið á hvaða lönd eru þarna, öll evrópa er bara smá hluti á allri myndinni.
Þeir reyndu fyrst að leyna þessu. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna sem kjarnorkumælar í kjarnorkuveri í svíþjóð fór í gang, semsagt mælar fyrir utan kjarnorkuver í svíþjóð sem áttu að fara í gang ef það ákveðna kjarnorkuver færi að leka myndu fara í gang. Semsagt allt viðvörunarkerfi fór í gang í þessu kjarnorkuveri í svíþjóð og þeir skildu fyrst ekkert í neinu því það var ekkert að neinu hjá þeim. Fljótlega fóru fleyri mælar í kjarnorkuverum á fleyri stöðum í svíþjóð og annarsstaðar í evrópu í gang og þá sáu þeir að eitthvað mikið var að.
Þetta er fyrsta tilkynning til íbúa Úkraínu um kjarnorkuslysið.
Tilkynningin var ekki nema 14 sec. Og notabene þetta er mesta umhverfisslys í mannkynssögunni. Og annað, þetta var ekki fyrr en í kvöldfréttum þann 28. Apríl, semsagt tveimur dögum eftir slysið.
Björtustu vísindamenn segja að það verði ekki byggilegt þarna á þessu svæði fyrr en í fyrsta lagi eftir 600 ár, aðrir segja minstakosti 1000 ár, enn aðrir segja miklu lengri tíma.
Engin veit hve margir raunverulega dóu vegna slysins tölur frá 30 og alveg uppí 400.000 hafa heyrst, ennþann dag í dag er fólk að deyja og kveljast úr sjúkdómum vegna geisluninnar.
Krabbameinstíðni margfaldaðist á mörghundruð kílómetra svæði í kring. Og geislunin hafði mest áhrif á ung börn. Þau byrjuðu fyrst að kvarta undan sársauka í fótunum.
Ef einhver man eftir Chernobyl Kidd of Speed, stelpunni Elenu sem átti að búa þarna nálægt og fara inn á svæðið á mótorhjóli þá er það víst bull hef ég heyrt, myndinar sem hún tók voru teknar í skipulagðri hópferð, og myndirnar þar sem mótorhjólið sést inná eru ekki nálægt Chernobyl. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Kidd Of Speed
Hefur einhver áhuga á að skella sér í skoðunarferð.
Gætum farið í BMWkraftur hópferð til Úkraínu til að skoða Chernobyl.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá fann ég staðinn á earth google, sláið þetta inn í leitargluggan hjá ykkur:
51 23 22.51 N 30 05 56.56 E
Mörghundruð tonnum af allskonar efnum var reynt að sturta yfir berann kjartann úr þyrlum til að reyna minka geislunina, því miður var aðeins lítill hluti efnanna sem virkilega lenti á kjarnanum.
Svo byrjuðu þeir að hella mörghundruð tonnum af steypu yfir kjarnann og byggja hús yfir til að halda geislunni í lágmarki.
Svona lítur klumpurinn út í dag. Hann var smíðaður til að endast í kringum 20-30 ár. En hann er þegar farinn að springa og leka. Það kostar um 1 billjón bandaríkjadollara (já þetta er billjón, ekki bara milljón) að láta smíða betri vörn í kringum þetta sem mér skylst að þyrfti að vera úr þykku blíi. Það eru peningar sem Úkraína á ekki til fyrir þetta.
Það er ennþá svo mikil geislun á svæðinu að þú mátt bara vera í stuttann tíma og verður að halda þig á ákveðnum vegum, því timbur og gróður sígur víst í sig geislavik efni. Ef þú ert of lengi á svæðinu áttu bara eftir að eignast mongolita eða mikið skert börn, og mikil hætta á að þú fáir krabbamein eða aðra ókennilega skjúkdóma.
Við þetta search mitt á upplýsingum um Chearnobyl horfði ég á video sem tekið var upp 1991 eða 5 árum eftir slysið, þar var mynd af brauði sem stóð á hillu inni í eldhúsi. Brauðið leit út eins og nýtt, engin mygla. Geislavirknin hafði haldið því "eins og nýju" í 5 ár.
Þrátt fyrir allt var ekki slökt á síðasta ofninum fyrr enn árið 2000.
Fín síða á íslensku yfir slysið fyrir þá sem hafa áhuga.
Þessi mynd er tekin 1997 af börnum sem fæddust á nærliggjandi svæðum eftir slysið. Þau eru öll heilaskemd, engin af þeim getur labbað, skríða eða velta sér öll á gólfinu. Og þau eiga eitt sérstaklega sameiginlegt, þau voru öll yfirgefin af foreldrum sínum.
Og þetta eru ekki verstu dæmin.
Ef eitthvað er vitlaust sem framm kemur hérna endilega leiðréttið það.
Í lokin ætla ég að bæta við bréfi sem ung móðir í Úkraínu skrifaði:
Þetta er tekið af íslensku síðunni.
Beiðni um hjálp
Margir einstaklingar hafa reynt að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem beðið er um hjálp. Vert er að birta eitt bréf hér til að reyna að gefa hugmyndir um hvað fólkið hefur þurft að þola:
,,Ég er ekki orðin þrjátíu og tveggja og ég þarf að fara á spítala oft á ári. Börnin mín fjögur, elst þeirra tólf ára, eru stöðugt veik líka. Þróttleysi, sársauki í liðamótum, bólga í skjaldkirtli og eitlum, höfuðverkir, magaverkir, stöðugar sýkingar í hálsi og fleira og fleira. Það er eins ástatt hjá öllum fjölskyldum hér.
Við viljum lifa. Við viljum að börnin okkar lifi, verði heilbrigð og eigi sér framtíð. Vegna afskiptaleysis og grimmdar þeirra sem ráða hlutskipti okkar og barna okkar erum við dæmd til hinna hörmulegustu örlaga, sem við skiljum vel sjálf. Þeir einu sem skilja ekki eru skriffinnarnir í sínum þægilegu hægindastólum.
Þeir lofa fólkinu í Narodichi að þeir muni flytja á brott fólk allavega úr nokkrum bæjum, en í okkar héraði er það aldrei nefnt. Í mörg ár höfum við verið tilneydd að borða og drekka geislavirkni, að anda henni að okkur og bíða eftir okkar hinstu stund. Allt þetta á sér stað í landi fólksins, Sovétríkjunum, þar sem það er alltaf sagt, í útvarpinu, dagblöðunum og skólanum að mannréttindi skuli alltaf sett á oddinn.
Það er ekki satt. Engum er annt um okkur. Hverjum getum við að snúið okkur að? Ef ég vissi það myndi ég skrifa til Sameinuðu þjóðanna, af því að stjórnvöldin hér eins og fjölmiðlarnir eru getulaus eins og við.
Við sárbænum ykkur, við grátbiðjum ykkur, að aðstoða okkur í þessari ógæfu, að bjarga börnunum okkar."
Undir þetta skrifar Valentina Nikolayevna móðir fjögurra ungra drengja fyrir hönd allra mæðra í Olevsk héraði.