Ok, hér kemur næsti myndaskammtur.
Þetta er farið að vera svolítið eins og í Groundhog Day, alltaf sama rútínan.  Vakna, morgunmatur, tékka hvort bíllinn sé til.... nei er til á morgun, ok - fara niður á braut og mynda.... etc. 
 
Á brautinni er búið að vera tveggja daga event hjá bílablaði þar sem menn borga 1500 evrur og fá í staðinn 2 daga á brautinni, kennarar úr DTM seríunni, matur, hótel og allur pakkinn.  Myndirnar hér fyrir neðan og sumar sem ég póstaði síðast eru af bílum þessara kappa.  Svo fengu þeir líka með í pakkanum hring í tæki sem ég segi frá seinna  
 
 
Aðstaðan sem liðið frá bílablaðinu hafði í stórum trukk með tjaldi:
 
Flottir á planinu:
 
 
 
Rosalega grimmur M3:
 
 
Caterham - léttur trítill:
 
 
 
 
Hér er svo þessi gullfallegi rauði E30 M3:
 
 
 
Annar svartur:
 
 
Hér er einn vígalegur Porsche:
 
 
Flottur Renault:
 
 
Gullfallegur GT3 - hvítt er alveg að gera sig:
 
 
Cayman (eða Gayman):
 
 
Skuggalegur EVO í skugganum.  Takið eftir möttu lakkinu:
 
 
Annar skuggalegur:
 
Þetta hlýtur að vera skemmtilegt á hringnum:
 
Hér voru þeir að stilla sér upp í hópa með kennurum:
 
Það er eins og þessi bíll sé æstur að komast af stað 

  :
 
Hér er trukkur frá Renault en þeir voru að gera prófanir á Clio keppnisbíl:
 
 
Fallegur Elise með Honda Type-R mótor:
 
Eftir að hafa skoðað pittinn þá ákvað ég að labba upp með brautinni.  Við fyrstu brúna má sjá hvernig brautin liggur við hliðina á þjóðvegi:
 
Ofan af brúnni, yfir hátt grindverkið má sjá þetta:
 
Fann gat á girðingunni sem gerði mér kleift að komast aðeins nær.... :
 
Og þar var þetta fína view:
 
Aðeins lengra upp með brautinni var þessi flotti bekkur gerður úr armco:
 
Með því að standa upp á honum náði ég þessum:
 
Sá rauði kominn á ferð:
 
 
Slatti af M3 bílum þarna.
 
Og einn af M6 bílunum:
 
Hér er ég svo kominn aðeins ofar:
 
 
Hér má svo sjá hverskonar jungle þetta er við brautina sem maður þurfti að fara í gegnum við þessar myndatökur:
 
Miðað við hvernig girðingin leit út þá var ég ekki sá fyrsti:
 
Enn einn hópurinn:
 
E46 M3 í röðum:
 
Sá svarti á fullu:
 
Hvíti GT3 bíllin blastar framhjá:
 
 
Bara til þess að koma skömmu seinna og KEYRA ÖFUGA LEIÐ TIL BAKA!!!!
 
Þeir hafa sennilega misst hann of seint út á brautina fyrir lokun áður en Touristfahrt byrjaði og því þurft að snúa honum við.
Tölti því aftur til baka í pittinn og sá þar þennan fallega E36:
 
Og þá byrjaði að rigna all hressilega:
 
Menn fóru að tínast inn:
 
Þar á meðal bretarnir á Elise bílnum sem ég fékk að sitja í - ekki alveg sniðugt núna að vera með toppinn niðri 

 :
 
Þeir settu hraðamet á bílaplaninu við að komast að hinum bílnum þar sem toppurinn á Elise var geymdur:
 
Og svo að hnoða honum á:
 
Þeir voru holdvotir eftir þetta ævintýri:
 
 
Komið gott núna, klukkan orðin 1am hérna.
_________________
Þórður
'99 M5 SC  //  '89 M3 S85  //  '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...