Það kemur í ljós bara
En ég er bara ótrúlega sáttur við þennan bíl og á góðum dekkjum er alveg hægt að fleng keyra þetta

Það hefur eiginlega komið mér mest á óvart.
Þetta drekkur náttúrlega sitt bensín og þetta eru þungir bílar (vigtaði minn 1980kg með mér og tæplega hálfum tank við göngin á laugardagskvöldið) en ég hef hingað til ekki seð eftir sopanum í hann. Hann er yfirleitt í svona 20l/100km innanbæjar hjá mér en dettur fljótt niður þegar maður fer út fyrir bæinn (og keyrir þar eins og maður)
Ég veit ekki með viðhald á þessum bílum en ég hef sloppið mjög vel, var að skipta um olíu og síu um daginn auk þess sem ég er að flusha skiptinguna núna. Það virðist allt virka en hann lekur dálítið greyið, hef bara ekki haft tímann til að laga það ennþá en held að það verði ekki svo mikið mál. Ég fylgist mjög vel með öllum vökvum og passa vel að gera engar kúnstir sem ég veit að fer illa með hlutina (þenja kaldann, spóla í hringi í D o.s.fr.v.)
Svona bíll með
orginal drifi (m5 drifið sem ég er með er ansi lágt) ætti alveg að "borða upp mílurnar" á hraðbrautum með rúmlega 100l tank og slatta tog. Svona bíll á að eyða ef ég man rétt um 14l/100km á 150km/klst sem þýðir að range'ið er svakalegt (a.m.k. 650km) og sætin í honum eru alveg gríðarlega þægileg. Maður kemur kannski heim eftir 5-6tíma setu og finnur ekki fyrir neinni þreytu.
Ég er eiginlega hræddastur við að ég verði nett óánægður með m-roadsterinn þegar ég set hann aftur á götuna
