Til sölu BMW 735iA - fyrrverandi forstjórabíll FL Group
Kom af færibandinu 7.04.1987
Royalblau Metallic að utan og ljósgrátt leður að innan. Sjálfskiptur ekinn 207þkm, skoðaður ’07. Bíllinn er náttúrlega kominn til ára sinna en ástandið er mjög gott. Það eina sem sett var útá í skoðun voru Balance-stangar endar að framan, púst og ein bremsuslanga, allt komið í lag núna.
Mikið endurnýjaður, upp á síðkastið. Allt nýtt í bremsum að framan (diskar, klossar uppteknar dælur), önnur sjálfskipting úr 528iA e28 bílnum sem endaði líf sitt nýlega, sú skipting var upptekin, (algjörlega mekanísk skipting S-E-M skiptimynsturstakkinn er því ekki virkur) ventlastillti bílinn nýlega og skipti um ventlalokspakkningu, bíllinn var smurður fyrir um 2þús km og hefur ekki hreyft olíuna síðan, skipti um segulrofa fyrir miðstöðina, vacuum dótið fyrir bremsurnar (brake bomb). Bíllinn hefur fengið mjög gott viðhald upp á síðkastið og ber þess merki.
Bíllinn er á sumardekkjum, stálfelgum og koppum. Bíllinn hefur verið á þessum dekkjum í allan vetur með góðum árangri (læst drif). Á einnig til gang af Rondell 58 á mjög góðum dekkjum ef menn hafa áhuga en þá hækkar verðið eðlilega.
Svona var bíllinn afgreiddur frá BMW:
Enginn hvarfakútur
Læst drif 25%
Sportstýri
Upphitaðir vatnsspíssar fyrir framrúðu
Ekkert merki (735i) að aftan en e-r hefur keypt það og sett það á bílinn
Rafstýrð topplúga
BMW SoundSystem 10 hátalarar og magnari (4x25w) í skottinu (magnarinn hefur verið aftengdur v/ bilunar)
Velour mottur
Staðalbúnaður er ríkulegur ABS, rafmagn í öllum rúðum, Check Control, OBC - stóra aksturstölvan o.fl. Í bílnum er Blaupunkt geislaspilari (spilarinn hefur þó e-ð verið að stríða mér undanfarið) en útvarpið virkar vel.
Mjög mikill bíll fyrir lítinn pening að mínu mati, alveg draumur í akstri.
Þetta er bíll sem flýgur um allt og maður er í 7unda himni!!
Ásett verð 240þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.
Upplýsingar í S: 895 7866 / 659 9003
myndir af Rondell felgunum og gömul mynd af bílnum á felgunum:
