Eggert wrote:
Sá þig bruna á móti mér niður ártúnsbrekkuna í dag...
......,,,,,,,KING OF THE ROAD,,,,,,......

Hehe, var að koma úr Hvalfirðinum
Mjög skemmtilegur túr með smá uppákomu.
Rúnturinn um Hvalfjörðinn sjálfan var mjög fínn. Bíllinn er mun skemmtilegri núna á hraðferð en áður. Mér fannst hann alltaf "fljóta" þegar maður var kominn á gott skrið en það er ekki núna - hann liggur eins og klessa og maður er öruggari með hann.
Afturdekkin nudduðust aðeins og þegar ég var kominn á Akranes þá sá ég að það var komið pínu hruf eða mar yst á dekkin en ekkert mikið. Var síðan eitthvað að rúnta um Akranes og fór suðurmeð bænum eftir einhverjum sveitavegi. Sá beinan og fínan kafla og stappaði bílinn og á meðan hann var klesstur niður að aftan við hröðunina kemur þessi fína stóra frostbunga í veginum sem ég hafði ekki tekið eftir. Bíllinn tók VEL niður að aftan við þetta og það kom hressilegt óhljóð bílstjóramegin.
Stoppaði til að sjá hvað í helv. hafði gerst og sá að kanturinn á dekkinu var tættur upp og að innra byrðið á brettinu hjá mér hafði beyglast til þannig að það var eins og hnífur sem sker dekkið
Lullaði í bæinn aftur og kíkti á þetta inni í aðstöðu:
Þetta var nú reyndar ekkert sem smá TLC og hamar reddaði ekki.
Hér má sjá dekkið:
Sem betur fer var þetta grunnt skrap sem fór ekki niður úr mynstrinu.
Hér er síðan mynd til að menn sjái hverskonar breidd er verið að reyna að troða þarna undir hjólaskálina:
Þannig að niðurstaðan úr þessum prófunarrúnt er að ég þarf að hækka hann aðeins að aftan og sennilega stífa aðeins

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...