Svezel wrote:
ég er bara svo hræddur við stillanlega fjöðrun þar sem ég myndi ekki treysta mér sjálfur að stilla hana svo útkoman væri hagstæð en þú varst náttúrlega heppinn með það að fá hann pre stillta svo það er náttúrlega bara gott mál.
það er bara svo auðvelt að stilla fjöðrun þ.a. bíllinn er klárlega verri á eftir og hvað þá í daily driver sem má ekki vera of stífur eða lágur. það þarf að leggja mikla vinnu og tíma í það að stilla þetta þ.a. útkoman sé góð og ég veit ekki hvort aðstæður til þess séu hérlendis
engu að síður flott modd og ekki láta mína hræðslu smitast yfir á þig

ef það er til góður reynslubanki fyrir þessa uppsetningu þá ertu náttúrlega í góðum málum og klárlega að bæta bílinn mikið

Fjöðrunin var öðruvísi stillt þegar ég fékk hana. Ákvað að byrja á recommended stillingum sem ég lét þá TB menn hafa og svo vinna út frá því. Held að maður þurfi bara aðeins að hysja hann upp að aftan og þá er þetta nokkuð gott.
Það eru nokkrir þræðir á m5board með umræðum um stillingar en menn eru ekkert of sammála um hvernig þær eigi að vera.
Get þó sagt að bíllinn er definately betri en hann var fyrir og það á fyrstu stillingauppsetningu - kannski er síðan hægt að bæta hana.
Varðandi hræðslu við svona setup þá hef ég aldrei heyrt neinn vera ósáttann við svona modd þannig að ég var alveg rólegur.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...