Takk fyrir allar hamingjuóskirnar!
einarsss wrote:
hvernig er hann yfir hraðahindranir og slíkt ?
Hann er bara fínn. Er búinn að fara yfir margar í dag og þær eru allar á sínum stað og óskemmdar.
bjahja wrote:
Í hvaða hæðar og stífleikastillingum er hann, verð að segja að hæðin eins og hún er þarna er eiginlega bara fullkomin.
Póstaðu endilega betri myndum af bremsunum líka
Við byrjuðum á þeim stillingum sem framleiðandinn mælir með, þe. rebound á 2 snúningum og compression á einum. Man ekki nákvæmlega hver hæðarstillingin er en það þarf sennilega að lyfta honum ca. 0.5 til 1 cm að aftan. Bæði er hann aðeins of lágur og svo rekst hann smá utaní þegar farið er í miklar ójöfnur (reyndar var ég þá með allan vetrardekkjaganginn í aftursæti og skotti).
Það verður tekið gott photosession fljótlega.
gstuning wrote:
Þú verður að fara á dynoið við tækifæri

Það á bara eftir að skella í hann nýrri bensínsíu og ganga úr skugga um að bensínþrýstingur sé réttur - svo má skella honum á dynoinn.
fart wrote:
Er bíllinn ekki bara farinn að rata í TB án bílstjóra.
Það fer að líða að því, þetta er búið að vera hans annað heimili undanfarið.
bebecar wrote:
En hvaða bremsukit ertu kominn með þarna

???
Þetta er Brembo GT kerfi, 4 stimpla. 14" (355mm) að framan og 13.6" (345mm) að aftan. Diskarnir eru rákaðir. Stálofnar bremsuslöngur fylgdu með.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...