Langaði til að deila framhaldi af vitleysunni í manni...
Síðastliðinn fimmtudag var ég í rólegheitum að keyra í gegnum Hamraborg
í Kópavogi þegar porscheinn drepur allt í einu á sér

ég gat þó lagt
honum vel rétt hjá Kópavogshælinu. (drap á sér í hringtorginu rétt hjá
strætóstöðinni, ég lét hann bara renna niður eftir)
En hvað um það, þetta var einkar sérkennilegt því bíllinn fór ekki í gang
aftur. Ég hringi því á krók eina ferðina enn og kem bílnum til kunnáttu-
manns og fer eftir þetta heim í pirringi og undrast á þessu öllu saman.
Reyndar fékk ég lánaða bilanaleitartölvu sem ég notaði en hún skilaði
engum villuboðum um hvað væri að
Síðan liðu tveir dagar og bíllinn komst í gang, mig hafði alltaf grunað
bensíndæluna eða síuna. Allavega lýsti þetta sér þannig...
En viti menn, bíllinn var bensínlaus

Mér leið eins og algjör grænmeti
ef það hægt er að lýsa því þannig, en fyrir fyrir öllu þessu liggur góð ástæða,
ég skipti út blessuðum mílumælinum, bíllinn var þá hálffullur, en mælirinn
sem fór í hann hefur verið úr bíl sem var nánast fullur af bensíni.
Þannig þegar bensínið kláraðist sýndi nýji mælirinn að 1/3 væri eftir að
tanknum, en hann var í raun tómur.
Þetta lagaðist þó þegar ég fyllti hann, þ.e. "levelaðist" út, hann sýnir því
rétt núna...