bimmer wrote:
bebecar wrote:
EN það sem ég býð spenntur eftir núna er að sjá bílinn hjá Þórði í aksjón þann 23 apríl á Nordschleife

Skynsemin í mér segir mér að ég ætli að taka því rólega í fyrsta skiptið á hringnum.
Sjáum til hvernig það tekst.
Ég held að þú munir sjá það strax á fyrsta hring hvað það er auðvelt að koma sér í vandræði þarna, sérstaklega á svona öflugum bíl eins og þínum. Það sem kom mér mest á óvart er hæðarmismunurinn og það í beygjum sem þýðir að þú þarft ekki vera á mikilli ferð í beygju til að losa bílinn t.d. og svo allar þessar ótal blindu beygjur og svo sú staðreynd að það eru næstum engin "run off" svæði setur þetta í samhengi... ef þú ferð útaf þá er það DÝRT!
Og svo mannstu bara að taka ekki tímann á þér.... ef þig langar samt að fá tíma þá lætur þú okkur gera það á meðann þú keyrir

Um að gera að nota mannskapinn fyrst við verðum svona margir þarna
Já og eitt annað... blessuð mótorhjólin... maður er skíthræddur við þessa gaura, þeir fara nefnilega ÓTRÚLEGA hægt í gegnum beygjurnar og ef þú kemur í blindbeygju þá getur maður þurft að bremsa hressilega inn í beygjuna með tilheyrandi "loss of control" til að strauja ekki hreinlega þessa gaura, heyrði talað um þetta á brautinni síðast en lennti ekki í þessu sjálfur.
Þó lennti ég einu sinni í smá brake fade en var viðbúin því að það gæti gerst og því var það í góðu lagi.
Hvað hafðir þú hugsað þér að kaupa marga hringi? Eða dagskort kannski?