Þetta er tekið af
http://www.alvaran.com
btw. hvað er BMV
"Leigubílstjóri varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að BMV bifreið var ekið á glænýja bifreið hans og stungið af þó að hann væri í bílnum.
Leigubílstjórinn kallaði á BSR og bað um að hringt væri á lögregluna sem og var gert. Einnig fóru nokkrir bílstjórar af stöðini á eftir BMV bílnum og barst eltingaleikurinn víða um borgina þar á meðal um þingholtin þar sem fleiri bílar voru skemdir og þaðan í gegnum lækjargötuna og upp sæbraut þar sem var búið að leggja einum bíl til að reyna að stöðva för hans, en tókst ekki síðan lendir hann á öðrum bíl á langholtsvegi og skilur stuðaran eftir þar. Að lokum næst hann í Sæviðarsundi.
Þetta sýnir að leigubílstjórar standa saman ef einhver af þeim lenda í vandræðum. það sem er þó það furðulega við þetta er, að ekkert hefur komið í fjölmiðlum um þetta mál.
Hvers vegna? Spyr sá sem ekki veit."