Ok, fyrst að hægt er að leiga brautina þá datt mér nú í hug að athuga málið með kostnað við það,
Leyfi hjá sýslumanni , 5000kr
Trygging fyrir klúbbinn, þ.e BMWKRAFTUR ~ 50k
Leyfi brautareiganda,
Ég hringdi alveg út og suður í hinn og þennann,
forsvarsmenn brautarinnar vilja heyra frá okkur eftir helgi með
hvernig akstur á að fara þarna fram og þurfum við því að ákveða það
því að leiga brautina til að rúnta á ekki eftir að kosta það sama og drift keppni.
Braut getur opnað kl.10 og keyrt eins og menn vilja þangað til lokar,
En hvernig er hljóðið í mönnum í sambandi við þetta,
hægt er að grilla auðvitað og haft þetta svona BMWkraftur samkomu / track day.
Þeir sem myndu vilja taka þátt þyrftu augljóslega að borga eitthvað ,
hversu mikið er ekki hægt að segja eins og stendur. en þetta er ekki á 500kr sko...
Ég myndi gera ráð fyrir að einungis skráðir meðlimir klúbbsins eigi séns á að láta tryggingu klúbbsinn covera sig þarna.
http://www.e30.us/

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
