nonnihj wrote:
b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
Þetta vil ég meina að flokkist ekki undir að stemma stigum við afbrotum. Þetta eru hreinlega veiðar.
Er það ekki nákvæmlega það sem þeir eru að gera, reyna að koma í veg fyrir að menn keyri of hratt?
Ef löggan er mjög sýnileg þá hægja menn á sér þá, gott mál.
En ef maður er sektaður fyrir ágæta upphæð og fær á sig nokkra punkta eru þá ekki meiri líkur á að hann fari að keyra hægar
alltaf, ekki bara þegar hann sér löggu að mæla.
Ég verð að segja að ég er á móti því sem menn segja, að löggan megi ekki lokka í gildrur, að sjálfsögðu vil ég ekki lenda í svoleiðis.Menn verða bara að taka afleiðingunum ef þeir keyra hratt, ekki fara að væla um hvað löggan er mikið fífl. Ég væri tilbúinn að borga sekt og fá punkta, væri samt ekki tilbúinn að útskýra það fyrir foreldrum mínum
p.s ég er allsekki að segja að þú sért að væla, þessu er ekki beint að þér sérstaklega. Hef heyrt marga kvarta yfir því að vera stoppaðir
