Jæja, smá mini update.
Það er mega vesen með diskana sem ég pantaði og ég ætla að segja betur frá því þegar það máli leysist allt
En allavegana, þá var ég að rífa framstuðarann af og ákvað að gera smá DIY um það (ekki flókið en gæti hjálpað einhverjum) Þetta var reyndar bara núna áðann og orðið frekar dimmt.
Maður byrjar á að losa þessa lista af
Notar bara flatt skrúfjárn og þeir smella af, bara passa að rispa ekki neitt
Þar undir eru 4 rær (13mm)sem maður losar, 2 sittihvoru meginn. Það er mjög sniðugt að finna skrallið sitt svo maður þurfi ekki að nota fastann lykill eins og ég
Síðan þarf maður að losa 2 skrúfur í sitthvorri hjólskálinni, gleymdir reyndar að merkja hvar þær eru en þær eru þarna
Gat ekki tekið myndir undir stuðarann þegar hann var á bílnum, er þar eru 3 skrúfur sitthvorum meginn sem þarf að losa, merkt þarna inná.
Síðan þarf maður að losa kastarana frá og það þarf síðan að losa útihitamælinn af bílstjórameginn og síðann er einhver annar hitamælir farþegameginn sem þarf líka að losa af. Það vantar reyndar báða mælana mína líklega af því stuðarinn hafi einhverntímann verið rifinn af án þess að losa þá.
Síðann er bara að toga stuðarann beint út.
Síðann á ég eftir að taka aftustuðarann af og svo kemur M-stuðara install bráðlega
