Eggert wrote:
Mér finnst 15-20 lítrar bara ekkert skrítið svona til að byrja með. Það tekur mann tíma að venjast nýjum bíl og svo er þetta nú ekki beinlínis 1000cc Yaris mótor.
True
En við settum Xenonið í í gærkvöldi, gekk mjög vel, reyndar var virkilega
gaman að setja það í, þokkalegasta föndur reyndar. Þurftum að bora og
fleira skemmtilegt, eina vésenið er að nú þarf ég að taka ljósin aftur úr
þar sem speglarnir voru stilltir á vinstrihandar umferð

Reyndar er
þetta bara ein skrúfa og þá poppar ljósið út.. Skondið eitt plöggið var með
þessu flotta Benz merki. hmmmm
Tókum einnig af toppinn og settum blæjuna upp, við rákum upp stór augu
hún hefur aldrei verið notuð. Ekki eitt einasta dropafar á afturglugganum,
mekkaníkið að sjá þetta fara upp og niður er nú bara sjón að sjá
Með typpatalið sem ég minntist á fyrr í þessum þræði þá vil ég draga þá
ályktun að eignaraðild að svona bíl tengist oft lífsgæðakapphlaupinu, sem
Íslendingar eiga örugglega nokkra heimsmeistaratitla í. Mér finnst gaman
að spá í þessa hluti

Hvort að þessi umræða sé viðeigandi veit ég
ekki.
En það sem tekur nú við er að sprauta kittið og reyndar smá nudd sem
kom á bílinn í flutningunum, þeir sem mættu á samkomuna sáu það líklega. Er að tauta og raula út af því þessa dagana. En þetta gerist
vonandi á næstu vikum. Pósta myndum þegar kittið er komið á
