Jú það er einmitt olían í K&N filterunum sem á að skýra stutta endingu á loftflæðiskynjurunum. Þeir endast lengur með venjulegum filterum.
Svo er málið með þessa skynjara að "hrörnunin" í þeim gerist hægt og rólega. Það koma engin villuboð í tölvuna í bílnum fyrr en þeir eru komnir alveg í steik. Þannig að menn eru kannski að keyra lengi með bílinn ekki í topp formi. Hann virkar alveg - en ekki á fullu afli.
Mörg þekkt dæmi um að það er búið að skipta um allan andskotann annan í bílnum til að fá aflið aftur áður en menn skipta um skynjarana og allt dettur í lag. Gaurarnir á verkstæðunum segja "já en það voru engin villuboð varðandi loftflæðiskynjara - hvernig áttum við að vita að eitthvað væri að þeim". Reyndar er hægt að keyra bensínflæðitest í tölvunni í bílnum - hann á að vera að dæla 140 lítrum á klst í botngjöf en þessi tala er oft komin niður í 115 til 120. Ef hann er kominn svona lágt þá má skipta um skynjarana.
Það eru þónokkrir búnir að fá rúnt síðustu daga á samkomum. Bara mæta á samkomu og spyrja - aldrei að vita nema að ég "nenni" að fara rúnt
Já, 540 eigandinn áttaði sig fljótlega að þótt hann .....,,,, stæði sinn flatann ,,,,.... þá var það ............,,,,,,,,,,,, BARA VONLAUST ,,,,,,,,,,...........

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...