Ég fór með minn bíl í mitt tryggingarfélag, og ég talaði um kaskó tryggja bílinn minn. Hún var alveg voða kammó og sagð allt í lagi. þá sagði ég við hana að bíllin minn væri 19 ára gamall bmw og í bílgreiningarsambandinu væri hann metinn á 0 krónur og ef ég væri kaskó tryggður hjá þeim hvernig færi það.
Konan (maður á ekki að tala illa um fólk

) sagði við mig þá ef bíllinn er metinn á ekkert til hvers viltu þá kaskó tryggja hann.... það fauk frekar í mig og ég heimtaði að tala við karlmann um bílamál. Hún var ekki sátt,
Ég sagði tryggingarfélaginu að ég vildi kaskó tryggja bílinn minn upp á penigaupphæð, það var ekki hægt!! , þá sagði ég þeim að ég hafi verið inn á teppi hjá öðru tryggingarfélagi og þar var það hægt. Þá fékk ég að tala við einhvern annan sem var greinilega eithvað hærra settur. Hann skoðaði bílinn minn og sendi mig svo að láta skoða bílinn minn hjá bílasprautara sem vinnur mikið fyrir þá.
Ég sagði þeim að þetta væri fyrist bíll sem ég eignaðist, væri búinn að eiga hann í 8 ár og þessi bíll yrði aldrei seldur. Bara notaður á sumrin í 4-7 mánuði. Ég þurfti að búa til lista yfir breytingar og uppáskrifað frá bílasprautaranum um almennt ástand bílsins.
Þannig að bíllinn minn er tryggður upp á peningaupphæð...
en peningaupphæðin er á milli mín og tryggigarfélagsins.