Smá pælingar hérna.....
Ég er í frekar litlum framhaldsskóla og það er að koma árshátið.... og auðvitað voru svona tilnefningar til allskonar tilgangslausa hluta eins og "bros skólans" "rass skólans" etc etc etc....
Og ég varð fyrir því óláni að verða tilnefndur til "hnakka" skólans. Og ég hef verið að gera rannsóknarvinnu eftir þessa tilnefningu og ástæðan fyrir því að ég er tilnefndur er útaf bílnum sem ég á... (E30 - 325i). Þetta skil ég ekki, ég er ekki með túrbómæla í bílnum mínum útum alla innréttingu, hydraulics, stútfullan bíl af græjum. Ég er sjálfur ekki hel-tanaður, þverköttaður eða helmassaður. Ég er ekki frá selfossi, ég geng ekki um með þessar hvítu gyðingahúfur, á engar Disel buxur og fer ekki í líkamsrækt í world-class. Ég fer sjaldan á Pravda eða Sólon og drekk bjór, en ekki breezer.
Hinsvegar er annar hnakkagaur hérna, sem lýtur út fyrir að vera eins og rúsina, hann er svo brúnn, og er með allt þetta sem ég er ekki með fyrir ofan. Nema það að hann á glænýjann Benz sem hann fékk frá pabba eða eitthvað, c200 kompressor. Því hann á Benz, þá er hann ekki hnakki

.
Þetta er skrítið.....en jájá, varð nú að deila þessu með ykkur.... finnst BMW bara ekkert hnakkalegir bílar, fyrir utan kannski þennan sem var með lengda húddinu!