Jæja... nú fer vonandi að hitna og það er alveg HEILMIKIÐ sem ég þarf að vinna í bílnum

og því eru leiðbeiningar vel þegnar þó ég viti hvar ég finni þær á fyrstu atriðunum...
Ég þarf að laga samlæsingarnar, yfirálagsvörnin hefur líklega gefið sig (fann leiðbeiningar á netinu) en myndi þiggja einhver ráð með tilliti til hve langan tíma þetta tekur, ef einhver hefur gert þetta?
Ég þarf að tengja hitann í speglana og rafmagnið (er sosem ekki stórmál - bjarga mér þar)
Rafmagnsrúðan bílstjóramegin hætti að virka þegar ég setti speglana á - einhver hugmynd hvað ég gæti hafa gert af mér þar?
Rúðupissið virkar ekki, ég er búin að skipta um dæluna og það var ekki hún, skipti um plöggið sjálft á morgun og er að vona að það sé þá það (ef ekki, hvað gæti þá verið að, þetta líktist sambandsleysi í byrjun, virkaði oftast)
Svo er það afturrúðuþurrkan og rúðupissið þar, hvorugt virkar - hvernig er best á að þreifa sig áfram með hvað er að þar?
Svo er hraðamælirinn að hegða sér undarlega við mikla inngjöf, nálin dettur niður - hver er skýringin á því?
RESTIN er svo eitthvað sem kemur hægt og rólega - verst að maður hefur ekki mikinn tíma í þetta.
Ég á ennþá eftir að láta setja nýju demparana og gormana í að aftan, það hækkar hann aðeins upp.
Ég þarf að kaupa spacera að aftan á 17" felgurnar því þær eru svo asnalegar svona innarlega.
Ég þarf að skella græjunum í, Alpine Navi, kraftmagnari, hátalarar, loftnet, etc.
Ég þarf líka að skella fjarstýrðum samlæsingum í hann sem ég á ofan í skúffu.
Ég þarf að kaupa nýtt IS lip.
Ég þarf að kaupa nýja shadowline lista farþegameginn (fauk af á átóban á 180 kmh

)
Og ég þarf að laga tvær litlar ryðbólur á afturhleranum...
Semsagt NÓG að gera
