saemi wrote:
Já, eins og sagt hefur verið, þá er þessi bíll 86 módel, og ekki keyrður nema rétt rúmlega 80.000 km. Ég man þegar bíllinn var nýfluttur hingað, þá stóð hann á bílasölunni þar sem planið er núna (IKEA). Svo var hann uppi hjá B&L lengi. Það var sett á hann alveg slatti (eins og búið er að koma fram), sennilega rétt rúmlega það sem hann hefur kostað, en ekkert langt frá því.
Hann er mjög flottur, eini bíllinn fyrir utan bílinn minn (með fullri virðingu fyrir hinum bílunum) sem er nýrri en 82 módel og er ekki búið að endurbæta slatta.
Það sem mér fannst helst að honum voru felgurnar á sínum tíma, en þá var hann á 14" felgum. Ég sá hann á þeim síðasta sumar, en mér hefur verið sagt að hann sé kominn á betur útlítandi felgur núna. Svo finnst mér sportstólarnir flottari, en það má deila um hvort er betra.
Ég spjallaði við náunga sem sagði að faðir sinn ætti bílinn og að hann væri bara bílskúrsbíll. Það hlýtur að vera því hann sést örsjaldan á sumrin.
Sæmi
Þessi bíll er nú alveg orginall, þetta eru orginal felgurnar og allt. Við erum bara nýlega búnir að ná í hann, hann er í upphitaðri geymslu yfir veturinn. En hann stendur úti á sumrin einfaldlega vegna þess að hann kemst ekki inní skúr
