Ég var hjá Vís (skítafyrirtæki) og þegar bíllinn minn kom heim þá ætlaði ég að setja hann í kaskó hjá þeim. Ég fór til þeirra í tjónaskoðunina og ætlaði að láta þá meta hann þar sem markaðsvirði þessa bíls er töluvert lægra en það sem ég gæti fengið fyrir hann ef ég myndi selja hann og líka töluvert lægra en það sem ég er búinn að eyða í hann. Þegar þangað var komið var mér sýnt svo mikil ókurteisi þar sem ég var bara 19ára krakki og vildu þeir ekki meta bílinn heldur sögðu bara að hann yrði metinn eftir markarðsvirði ef ég myndi lenda í tjóni, ég sætti mig ekki við það og fór í tjónaskoðunina hjá TM og talaði við þá og voru þeir tilbúnir að meta hann á því verði sem ég var sáttur við. Þannig að næsta skref hjá mér var bara að losa mig undan samningi hjá Vís og semja við TM og að auki fékk ég þar miklu betri kjör og get haldið bílnum í Kaskó þó svo hann sé ekki á númerum, sem mér finnst algjör snilld.
Þannig að ég mæli með því að menn fari í TM sem er að mínu mati snilldar fyrirtæki
Þetta er bara þannig sett upp í tölvukerfinu hjá þeim að það stendur bara þar að bíllinn sé metinn á X upphæð, þannig þetta á að vera alveg pottþétt system

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
