Sælir drengir

Þetta er fyrsti pósturinn minn hér á BMW kraftur, ég hef reyndar verið að fylgjast eitthvað með spjallinu hér í einhvern tíma.
Jæja, ég verð að koma mér að efninu... Ég var að rúnta í Reykjavíkinni á kosningadaginn, var að skutla kærustunni að fara að kjósa í Breiðagerðisskóla.
Ég keyrði í gegnum götu rétt hjá Breiðagerðisskóla sem heitir Mosgerði og missti ég gjörsamlega kjálkann í kjöltuna
Í innkeyrslunni við þetta hús stóð vínrauður (veit ekki alveg hvernig liturinn var, hann ver allavega ekki rauður og ekki brúnn

) BMW 635csi, í gjörsamlega fullkomnu ástandi!!
Ég hef aldrei séð sexu í svona góðu ástandi, ég labbaði nokkra hringi í kringum bílinn og skoðaði eins og ég gat. Lakkið var eins og nýtt, gæti vel verið að hann sé nýsprautaður. Svörtu leðursætin voru eins og aldrei hefði verið setið í þeim, sást reyndar pínulítið á ökumannssætinu, en ekkert til að tala um. Innréttingin var gljándi fín eins og hann væri að koma beint af færibandinu (þ.e.a.s. ef þeir voru ekki handsmíðaðir, veit ekkert um það).Bíllin var á 15" BMW álfelgum (þessar gömlu góðu BBS) sem voru eins og nýjar og hann var sjálfskiptur. Eina sem sýndi að bíllin var ekki bara glænýr voru nokkrar pínu ryðgaðar skrúfur og smá ryð á púströrunum. Ég gægðist á mælaborðið á bílnum og á mælinum stóð..... 86.000 km!!! (til eða frá

)
Ég var virkilega að spá í að banka upp á hjá eigandanum og spyrja hann meira út í bílinn, en kunni ekki við það.
Það sem ég var að spá er hvort einhver hér kannist eitthvað við þennan bíl, ef ekki þá mæli ég með því að fara og kíkja á hann, vel þess virði að taka smá rúnt á hann.
