Kæru kraftar!
Núna er ég alveg að verða ruglaður í bílamálum. Ég er búinn að vera að spá og spekúlera alveg hægri vinstri hvað ég á að fá mér og veit ekki alveg hvað ég á að gera. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það gerist

. Þá hafa oft komið fínir punktar og ráðleggingar frá mönnum hérna þegar maður hefur auglýst eftir skoðunum þeirra.
Ég er að leita að praktískum, fjölskylduvænum en þó skemmtilegum BMW. Auðvitað er ekkert mál að finna slíkan bíl ef maður hefði algjörlega frjálsar hendur hvað "budget" varðar en málið er að hann verður að uppfylla það að vera á verðbilinu 1-1.7 milljón, eyða litlu, þarf ekkert að vera kraftmikill en vera samt ekki það boring að manni finnst maður bara vera á hefbundnum "lesser-brand" bíl. T.d. fór ég að reynsluaka E46 316i með 1900cc vél og steptronic. Virkilega góður akstursbíll og mjög fallegur þar að auki:
http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CARIM ... GEID=15180
En hann var bara svo skelfilega hrár eitthvað, það vantaði alla "fídusa" í hann. En að öðru leyti eflaust virkilega góð kaup.
Svo hefur þessi verið að kitla líka:
http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... _ID=160250
Hann er auðvitað yfir verðrammanum sem ég setti en ef maður gæti krunkað meiri pening væri þetta eflaust fínn kostur líka.
Svo er þetta sá sem ég er einna heitastur fyrir í augnablikinu:
http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... _ID=100137
Ég er búinn að prófa þennan bíl og hann er alveg rosalega skemmtilegur. Með fullt af aukabúnaði, snarpur, fallegur og mjög hentugur. Eina sem ég er að velta fyrir mér með hann er hvað svona bíll eyðir?
Ég hef líka verið að velta fyrir mér 318i touring bílunum. Virðist vera hægt að fá þá á góðu verði líka. Svo hafa menn verið að auglýsa hérna mjög girnilega E39 520i bíla. Annan sem Eggert á og hinn sem var leigubíll en er ekinn 240.xxxkm. Þar er aftur spurningin hvað svona bílar eyða miklu.
Ef einhver telur sit líka eiga rétta bílinn handa mér þá bara endilega láta vaða. Yfirtaka á láni er eitthvað sem gæti hentað mjög vel.
Endilega ekki vera feimnir með að viðra skoðanir ykkar á þessu máli.