bebecar wrote:
98.OKT wrote:
Þessir bílar eru BARA töff, en verðið

590.000$ kannski skiljanlegt þar sem þessi bíll er smíðaður frá grunni í höndunum, ég mundi allavega frekar vilja eiga svona heldur en Ferrari ENZO.
Sammála - myndi frekar vilja svona en Enzo, en ég myndi enn frekar vilja F40 heldur en eggið og mögulega yrði jafnvel Carrerar GT efstur á blaði þar sem sá bíll er sá eini sem maður getur treyst á að fari alltaf í gang, steiki ekki kúplingar lon og don og almennt sé jafn bilanafrír og hver annar Porsche
En eins og áður - gaman að pæla

Já maður var nú búinn að gleyma Carrera GT bílnum, hugsa að hann yrði í efsta sæti hjá mér, þegar Carreran og Enzoinn voru uppí Bílabúð benna fyrir sportbílasýninguna, þá sá maður hvað porsche-inn var mikið vandaðri í frágangi heldur en Enzoinn, það voru snúruleiðslur útum allt í húddinu og líka inní honum, en í Carreruni var allt 100% frágangur, fyrir utan það að Ferrari er svosem ekki þekktur fyrir að vera viðhaldslítill
EEEnn maður verður víst bara að láta sig dreyma um svona bíla
