trapt wrote:
Djöfull er þetta ógeðslega súrt. Það eru fjórir snáðar í næsta húsi sem hafa
verið með leiðindi við pabba og fósturmömmu. Brutust alltaf inn þegar við
vorum að byggja og brutu ljósaperur, stálu öllu sem hægt var.
Pabbi minn ætlaði að tala við þá um daginn þá drógu þeir allir upp stórar
vatnsbyssur og sprautuðu á gamla manninn. Ef manni hefði dottið þetta í hug
sjálfur þá hefði maður verið laminn eins og fiskur. Í síðustu viku þegar það
var smá snjór úti þá köstuðu þeir snjóboltum með steinum í herbergisgluggan
hjá mér og það komu sprungur í rúðuna. Ég snappaði og hljóp á eftir þeim og
tók aðeins í þá. Hvaða fávitar sprauta vatni á 50 ára gamlann mann spyr ég?
Hafa krakkar enga virðingu fyrir fólki og hlutum nú til dags?
Djöfulsins skandall!
Það er hægt að kenna svona mönnum lexíu, en hún verður ekki kennd með orðum.
Þessir krakkar eru vanir að komast upp með kjaft í skólanum án þess að vera snertir. Svo fara þeir að halda að þeir geti skitið yfir allt og alla. Þetta er líka slæmt fyrir þá sjálfa, því á endanum lenda þeir líklega í mönnum sem snappa og berja þá.
Varðandi vídeóið í upphafi þráðarins: Þar finnst mér illa farið með saklausan krakka.