Þannig er mál með vexti að ég er að hugsa um að fara til Íslands og vinna í nokkra mánuði, launin hér í Svíþjóð eru frekar lág

. Ég er með Akureyri í sigtinu og vantar að leigja herbergi/litla íbúð fyrir sem lægsta upphæð (en ekki hvað). Þannig að ef einhver hérna veit um eitthvað sem gæti gagnast mér þá yrði ég mjög þakklátur.
Svo náttúrulega ef einhver veit um góða vinnu þar sem húsnæði fylgir þá væri það kannski ekki verra, ef internetaðgangur fylgir.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--