bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 18:08

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 
Author Message
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 00:06 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Smá kynning hérna á Thruxton Motorsport Centre.
www.thruxtonracing.co.uk

Örugglega einhverjir hérna sem hafa séð svona í Argos eða annarsstaðar þar sem hægt er að fá að prófa Ferrari og Lamborgini og rallýbíla og flugvélar og fl.
Allavega þetta er einn svona staðurinn þar það er hægt, og ég fór tvisvar þangað á síðasta ári. Ég fór fyrst í Maí og svo aftur í Október því það var svo gaman í Maí.

Thruxton er í rauninni gamall herflugvöllur og brautin sjálf var upprunalega byggð á götunum sem flugvélar aka á áður en þær fara á flugbrautirnar og svo var götum bætt á milli til að það mynda hring. Þú verður samt ekkert var við þetta þegar brautin er ekin. Flugbrautirnar eru enn í fullri notkun, brautin liggur semsagt í kringum flugvöllinn.
Brautin er ein sú lengsta í bretlandi eða um 4,5 km löng (man ekki nákvæmlega hvað) og með hæsta meðalhraða því það er lítið um mjög krappar beygjur.

Frá miðborg London er þetta um klukkutíma lestaferð frá Waterloo lestarstöðinni til Andover sem er lítill fallegur og rólegur bær nálægt brautinni, svo um 10 mín akstur með leigubíl frá lestarstöðinni að brautinni. Í maí kostaði lestaferðin 20 pund framm og tilbaka. Og sitthvor ferðin í leigubílnum kostaði 10 pund eða alls 40 pund bara að komast framm og tilbaka. Svo skilst mér að lestarferðinn sé orðinn eitthvað aðeins dýrari síðan þá.
Í venjulegri umferð ætti það ekki að taka mikið meira en einn og hálfann tíma að keyra frá miðborg London og að brautinni.
Staðsetning á Thruxton
Þetta er bara í kringum 15-20 mín akstur frá hinu fræga Stonehenge.

En afhverju Thruxton?
Í maí átti ég gjafakort á flugmiða sem var alveg að renna út, reyndi að selja það á L2C en gekk ílla ef einhver man, svo ég ákvað að nýta miðann bara sjálfur og mig hefur alltaf langað til að prófa að fara í svona driving experiment og ég fór að leita.
Það er alveg fullt (allavega nokkrir) af svona stöðum sem bjóða uppá þetta en það er yfirleitt einhver umboðsaðili, eins og Argos. En þá virkar það svoleiðis að þú verður að kaupa “inneign” fyrst og svo þarftu að hafa samband við brautina hvenær þú getur komið og yfirleitt með að minnstakosti 3 vikna fyrirvara.
Í fyrsta lagi var Thruxton ekkert rosalega langt frá London.
Og á Thruxton hefuru samband beint við skrifstofu á brautinni, og jafnvel áður en þú hringir þá geturu séð gróflega á heimasíðunni hvenær er laust í ákveðin experiment, eitthvað sem ég hef ekki séð hjá öðrum.
Svo á einhverjum stað sem ég sendi e-mail fékk ég ekki svar fyrr en eftir 3 daga og svo þegar ég ætlaði að panta þar þá sagði hann loksins að ég þyrft að vera með brest-útgefið ökuskírteini, semsagt loksins þegar ég ætlaði að fara panta tíma.
Hjá Thruxton hafa þeir alltaf svarað e-mailum samdægurs eða snemma daginn eftir.
Og svo þegar þú ert kominn á staðinn þá var 99% af starfsfólkinu mjög vinalegt og þægilegt í umgengni og að koma sem útlendingur og segja strax að maður sé ekki 100% í ensku, og að maður þyrfti kannski að fá nánari útskýringar á sumu var ekkert mál.
- Þessvegna valdi ég Thruxton.

Hvað hef ég prófað á Thruxton:
Í Maí:
Fyrst er um 45 mín briefing þar sem verið er að kynna brautina, hvað þú átt að gera ef eitthvað kemur fyrir og grunnreglur um hegðun á brautinni og á bílunum.
Byrjunarbíllinn var MG ZS 180, bíll sem var álíka stór og Corolla með 2.4 lítra 180 hp mótor, virkilega skemmtilegur bíll en MG er hætt svo þeir eru ekki frameiddir lengur.
Fyrst keyri kennarinn, allir kennararnir voru racing-driver-teachers.
Þeir keyra fyrst þrjá hringi og þú fylgist bara með, þeir eru aðalega að sýna hvernig aksturlínan í brautinni er, svo keyrði ég bílinn.
Svo var það M. Benz 350SLK
Ferrari 360 Moderna
Lamborgini Murcielago
Svo sem farþegi í Fast-lap í MG ZS 180
Og svo keypti ég aukalega fast-lap í Ferrari 355 síðasti hringurinn í videoinu er úr þeirri ferð. Það var því miður eini bíllinn sem var með cameru sem ég fór í á þessum tíma.

Í Október
Fyrst eins og alltaf briefing.
Nú var það Mazda RX8 sem var byrjunarbíll í staðin fyrir MG.
Svo Formula Renault. Alveg geðveikt að keyra þá, lá miklubetur en Ferrari eða Lamborgini í beygjum sem var alveg geggjað 450 kg með 1700cc 130hp vél 4,5 sec í 100, reyndar var limiter á snúningnum eða um 5000 rpm ef ég man rétt.
Svo Ferrari 355 sem er í video-inu
Porsche 911 Turbo sem er líka í video-inu
Svo var það fast-lap í Mazda RX8 sem farþegi.

Skemmtilegasti bíllinn að mínu mati Ferrari 360 Moderna.
Lamborgini Murcielago er svo geðveikur bíll að þú verður að vera á 250-
300 km hraða til að það sé eitthvað challange að keyra hann, á 200 km hraða ertu í raunni bara að rúnta, og vélin er í rauninni í lausagangi.

Smá video sem ég klippti saman, það er 146mb og á íslenskum server. Gat því miður ekki gert það minna án þess að tapa of miklum myndgæðum.
Thruxton Video
Ætla biðja ykkur um að EKKI setja linka á video-ið á B2 eða álika.
Allt í videoinu var í Október nema síðasta klippan Fast-lap í Ferrari 355 var í Maí.

Ljósmynirnar hérna fyrir neðan eru allar teknar í Maí.

P.s.
Afhverju er ekki hægt að vera með eina svona braut hérna heima? Afhverju þarf alltaf að ræða það að búa til fullbúna Formúla 1 braut þegar svona braut myndi nægja? Allavega yrði ég alveg sáttur við eina svona braut hérna heima.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Last edited by Svessi on Fri 10. Feb 2006 04:33, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 01:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
NIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIICE :shock: :shock: :shock: :shock:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 01:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
OMG djöfull er þetta geðveikt.
Hvað kostaði allur pakkinn, þetta er etihvað sem mig hefur alltaf langatið til að gera :shock:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 01:50 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Ætli næsta utanlandsferðin verði ekki e-ð svona


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 02:11 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
DAMN! Ekki amaleg ferð hjá þér drengur :shock:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 04:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Já, hvað kostar svona dagur? :shock:

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 04:19 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Þetta er pínulítið dýrt, fer auðvitað eftir því hvað maður prófar.
Annars er verð á öllu á heimasíðunni www.thruxtonracing.co.uk – mjög góð og þægileg síða í notkun.
Ýta bara á CONTINUE INTO THE MAIN SITE
Passið bara ef þið pantið, það eru ekki öll experimentin á Thruxton.
T.d. er Aston Martin experimentið á Prestwold Hall í Leicestershire, sem er allt annars-staðar í Bretlandi.

Þegar ég fór í Maí þá tók ég ódýrari pakkann af Italian Supercar.
Hann kostaði að mig minnir 350 Pund þá.
Inni í honum var semsagt briefing, MG ZS 180, M. Benz SLK350, Ferrari 360 Moderna, Lamborgini Murcielago og svo fast-lap í MG ZS 180.
Svo borgaði ég 40 pund aukalega fyrir tvo hringi fast-lap í Ferrari 355.
Svo borgaði ég 35 pund ef ég man rétt fyrir video-ið úr fast-lap Ferrari 355 ferðinni.
Svo ef þið skoðið myndirnar þá er gaur sem stendur við Lamborgini-inn og lætur taka mynd af sér, ég á sjálfur svona mynd bæði við Lamborgini-inn og Ferrari 360 Moderna og borgaði 15 pund fyrir hvora mynd útprentaða í stærðinni 18 X 25 cm plús að ég borgaði 5 pund aukalega fyrir hvora mynd á disketu. Það var hægt að fá þær í stærri útprentun sem ég man ekki hvað voru stórar A4 eða álíka og þær kostuðu 20 eða 25 pund stykkið.
Svo samtalls kostnaður í Maí:
Pakkinn 350 + Fast-lap 40 + Video 35 + Myndir 40 = 465 pund
Þá var pundið um 115 kr (Er í dag um 110) 115 X 465= 53.500 kr

Í Október
Þá tók ég pakka sem hét Ferrari 355 og hann kostaði 235 pund.
Inni í honum var briefing, Mazda RX8, Ferrari 355, Formula Renault og svo fast lap í Mazda RX8.
Við það bætti ég Porche 911 Turbo og það kostaði 75 pund
Svo keypti ég video úr báðum bílunum og það kostaði 75 pund.
Hefði getað keypt video úr Formula Renault en það hefði kostað 35 pund í viðbót og ég tímdi því ekki því ég hélt að þeir væru algjört crap áður en ég keyrði hann.
Svo samtalls kostnaður í Október:
Pakkinn 235 + Porche 911 75 + Video 75 = 385 pund
Þá var pundið um 113 kr (Er í dag um 110) 113 X 385 = 43.500 kr

Samtalls er ég búinn að eyða í þetta:
53.500 + 43.500 = 97.000 kr
Shit, ég er first núna að reikna út hvað þetta kostaði í ísl kr.

Svo plús ferðin að komast á brautina og til baka aftur.

Ég sé ekki eftir peningnum, ekki á hverjum degi sem maður kemst á alvöru track eða rúntar um á Ferrari og Lamborgini.

Annars eru þeir alltaf að uppfæra, skipta bílunum út að minnsta kosti 1 sinni á ári, og þeir eru t.d. hættir með Ferrari 360 og komnir með Ferrari 430 núna.

Ef þið ætlið ykkur að prófa þetta, pantið tíma með að minnsta kosti 2 vikna fyrir vara, helst 3 vikna eða meira ef hægt er.
Og ekki vera nísk, takið einhvern almennilegann pakka, þið sjáið ekki eftir því.

Og ég mæli með því að taka ekki einhvern með þér sem ætlar bara að horfa á, en finnst ekkert endilega gaman að bílum. Þetta er alveg hundleiðinlegt fyrir þá manneskju.

Hvort skiptið hjá mér tók um 4 klukkutíma, því það er oft sem þú þarft að bíða í dálítinn tíma eftir næsta bíl. T.d. er bara einn Porche og einn Lamborgini.
Og það eru kannski tveir sem eru á undan þér og hver ferð tekur sirka 15 mín.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 04:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Well, þá veit ég totally hvað ég er að fara að gera :D

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 04:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Ég barasta hafði ekki hugmynd um að svona þjónusta/kennsla væri til :!:
Mér finnst 50k ekkert ógurlegt fyrir svona 4ra tíma pakka.. tala ekki um ef maður fengi að taka hressilega í Lamborghini Murcilélago 8) 8) 8) Það er bara eitthvað sem maður gleymir ekki.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 20:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
En fékkstu þá eitthvað að taka á bílunum?

Hef heyrt misjafnar sögur af svona pökkum.

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Feb 2006 22:00 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Jss wrote:
En fékkstu þá eitthvað að taka á bílunum?

Hef heyrt misjafnar sögur af svona pökkum.


Maður fær alveg að keyra þokkalega hratt, en maður er samt ekkert að pína bílana, enda sumt af þessu 10-20 miljón-króna bílar úti í UK.
Með því að horfa svona á video-ið virðist hraðinn vera minni en hann var í raun og veru.
Þetta sem sést í video-inu eru hröðustu hringirnir hjá mér á hvorum bíl fyrir sig.
Maður fær ekki nema 3-4 hringi á hverjum dýrari bílanna.

Fyrst verður bara að fá smá feeling fyrir hverjum bíl fyrir sig því maður sest ekkert bara uppí næsta 400-500 hp bíl og keyrir hann á 170-180 km hraða í næstu aflíðandi beygju.
Svo er líka nýr kennari í hverjum bíl.

Svona til að útskýra video-ið aðeins betur:

Fyrsta driving skotið sem er úr Porcheinum, það skot byrjar þar sem ég er að koma út úr pit-num, reyndar fílaði ég þennann kennara miklu betur heldur en gaurinn í Ferrarinum. Ég er ekki á “nema” í kringum 70 km hraða í fyrstu hægri beygjunni, og mér fannst þetta ágætt byrjunarbrot til að sýna hvernig þeir eru að “kenna”/sýna manni á keilurnar.
Svo byrjar fast-driving í Ferrari 355, er að setja í 5 gír og er á sirka 150 km hraða fer þar uppí 170 km hraða, svo sjáið þið hendina á karlinum að biðja mig um að bremsa aðeins niður fyrir beyjuna, ég bremsa niðri í sirka 145 km hraða og held því í aflíðandi vinstri-beyjunni svo beyja til hægri og fullt af bláum keilum til vinstri er þarna á sirka 145-150 km hraða eftir bláu keilurnar fer ég uppí sirka 170-180 km hraða bremsa niður í sirka 150 km hraða áður en ég kem að keilunni, held því þangað til ég er kominn frammhjá gulu keilunni til hægri og ýt léttilega á bensínið þangað til ég er að koma að grænu keilunni og þá er bensínið í botn. Set í 6. gír og næ bílnum rétt yfir 200 km hraða á þessum kafla, þetta er hraðasti kaflinn í brautinni, þangað til þið sjáið gulu keiluna á vinstri hönd þá er bremsað niður í sem beinustu línu niður í kringum 70-80 km hraða og hægri beygjan tekinn inn í chicane, eftir þetta fór ég beint inn í pit-inn á ferrarinum, en ákvað að breyta þá í Porche-inn, þar er ég að byrja síðasta hringinn á þeim bíl, þið sjáið að hann bendir mér að fara frammúr formula bílnum en ég var pínulítið hikandi því það var hraðatakmörk á þessu svæði eða um 3000 rpm í 3. gír eða um 50-60 km hraði. Svo var svipaður hraða á Porche-inum og á Ferrarinum.
Og þótt það sé tilturlega lítil umferð í klippunum þar sem ég ók í video-inu þá er maður ekki einn á brautinni eins og sést betur í fast-lap hringnum, og stundum sem maður þarf að “dúsa” fyrir aftan hægfarari bílum.

Annars er lang-skemmtilegasti bíllinn sem ég hef prófað á brautinni Ferrari 360 Moderna, ég fékk að keyra beinskiptann svoleiðis. Sko hvílíkt hljóð í fyrsta lagi sem bíllinn býr til, það er bara til að gera hvaða Hondu eða Subaru hnakka með sitt kraft-púst slefandi úr öfundsýki. Maður rétt snertir bensínið og bíllinn öskrar áfram. Fjöðrunin er mjög mjúk af svona “ofur”sportbíl að vera, þannig að akstur, bara í rólegheitunum innanbæjar er örugglega mjög þægilegur. Ég hef aldrei keyrt bíl með eins geggjaða racing-kúplingu. Ég reyndi yfirleitt þegar ég er að keyra benskipta bíla að hafa eins smuth gírskipti og ég get, það var ekki hægt á þessum bíl. Maður lyfti kúplingunni í rólegheitunum og *smell* og kúplingin var búinn að tengja á notime.
Bíllinn er rúmgóður og þægilegur og bensín, kúpling og fl. Er komið í drive-by-wire.

Ferrari 355 var meira gamal-dags, stíf gírstönd, stíf kúpling því þar er maður virkilega að stjórna kúplingunni bara beint með kúplingpetalanum. Stýrið er stífara en í 360 og lægri, þrengri, þyngri, 20hp minna.

En það að Ferrari 355 hafi einhvertíma verið besti bíll í heiminum eins og Clarkson í TopGear sagði einu sinni, ég get ekki sagt það. Jú, jú, bílinn er mjög góður og skemmtilegur en ekki efni í besta bíl í heimi.

Svo í sambandi við Lamborgini-inn
Ég hef alltaf verið meiri Lamborgini fan heldur en Ferrari og hlakkaði þessvegna alveg rosalega til að fá að prófa 570 hp lamborgini.
Í fyrsta lagi var rosalega funky að setjast inn í bílinn, stýrið hægra megin, og þeir sem muna eftir fyrsta skipti sem þeir settust inn bíl með stýrið hægra megin skilja mig.
Ég stóð þarna við bílinn og horfði niður í sætið, hurðin beint fyrir framan andlitið á mér og mér var sagt að passa mig að reka hausinn á mér ekki í hurðina. Og svo var að reyna tróða löppunum einhvervegin undir stýrið. Þetta var allavega mjög skrítið, en það gekk þokkalega vel.
En jæja, bíllinn var með E-skiptinu í stýri. Semsagt beinskiptur með enga kúplingu. Maður fann að þetta var strax stærri bíll en Ferrari 360 en lægri. Frammrúðan er svo langt frá þér að hún er í næsta landi. Bíllinn var stilltur á E – Echonomic mode.
Það var ekki eins geggjað og skemmtilegt mótorhljóð eins og hafði verið í Ferrari 360 bílnum. Og ég fór út á brautina strax uppí sirka 110 og hægri beyja inn í chicane, hmm, já rassgatið á mér haggaðist varla, var alla brautina á sirka 10 km meiri hraða en ég hafði ekið Ferrari 360 bílinn T.d. síðasta hægri beyjan sem ég hafði verið á í kringum 150 km hraða á hinum bílunum var ég á í kringum 170 á þessum og var í 6. gír og svo ýtti ég bara bensíninu í botn og hann fór á nokkrum secundum uppí 210 km hraða, þá þurfti ég að bremsa niður fyrir síðasta chicane-ið í brautinni.
Sko það sem ég er að segja er að bíllinn er geðveikur, liggur rosalega. En við svona akstur er maður í rauninni bara að rúnta á bílnum. Það var engin veruleg skemmtun á ferð, þannig að ég varð eiginlega fyrir dálítlum vonbrygðum með hvað bíllinn var í rauninni alveg rosalega góður. Það er ekki challange að keyra bílinn fyrr en maður er örugglega kominn uppí 250-300 km hraða og það er auðvitað bara geðveiki.

Annars þarna í fast-lap Ferrari 355 á hraðasta kaflanum fór hann uppí sirka 250 km hraða.

Annars er þetta ógeðslega gaman, bara það að fá að prófa bílana og þótt maður fái ekki að keyra eins rosalega hratt og maður myndi vilja fá að gera þá fær maður samt að keyra alveg nógu hratt. Allavega eins og ég hef áður sagt, mér fannst það gaman í maí og var það sáttur að ég fór aftur.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 11. Feb 2006 09:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 03. Dec 2005 11:54
Posts: 53
Geggjað, þetta er e-ð sem mig hefur lengi langað að gera. En það er eitt sem ég var að spá, eru allir þessir bílar með stýrið hægramegin ? Ef svo er var það ekkert að skemma fyrir ? þarf maður ekki að venjast því svolítið áður en maður getur e-ð farið að taka á bílunum ?

Takk líka fyrir þessar nákvæmu lýsingar, myndir og video.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 11. Feb 2006 11:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Þetta er án efa það skemmtilegasta sem ég hef lesið á spjallinu í langan
tíma ef ekki bara það skemmtilegasta.

Hlakka til að skoða myndbandið, er að ná í það.

Takk kærlega fyrir að deila þessu, fékk bara gæsahúð að sjá bílana þarna :o

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Feb 2006 01:01 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Þakka þér fyrir hrósið Thrullerinn. Ætlaði reyndar að vera löngu búinn að gera þetta, hef bara ekki haft tíma þangað til núna.

PGK wrote:
Geggjað, þetta er e-ð sem mig hefur lengi langað að gera. En það er eitt sem ég var að spá, eru allir þessir bílar með stýrið hægramegin ? Ef svo er var það ekkert að skemma fyrir ? þarf maður ekki að venjast því svolítið áður en maður getur e-ð farið að taka á bílunum ?

Takk líka fyrir þessar nákvæmu lýsingar, myndir og video.


Sko, ef maður hefur aldrei sest uppí bíl með stýrið hægra megin þá gæti ég vel trúað því að það sé dálítið óþægilegt.
Áður en ég fór í Maí þá hafði ég bara rétt prófað að keyra bíl með stýrið hægra megin á bílastæðaplani í rólegheitunum og reynt að keyra beint inn í stæði, sem reyndar endaði með því að ég var pínulítið skakkur í því.
Í fyrstu getur manni þótt hrikalega asnalegt bara að setjast inn í bílinn með stýrið hægra megin, manni getur þótt það rosalega þröngt og asnalegt.
Svona til að byrja með þegar maður sest uppí bíl í fyrsta skiptið með stýrið hægra megin þá hefur maður mjög sterka tilfinningu á að vinstri hliðin á bílnum sé sirka ½ metra nær manni en hún virkilega er og að hægri hliðin sé aftur á móti sirka ½ metra lengra frá manni heldur en hún er, jafnvel þótt maður hugsi alveg 100% um það að maður situr hinu megin í bílnum miðað við venjulega.
Þannig að maður misreiknar pínulítið hvar bíllinn er virkilega á veginum, með því að hann er yfirleitt aðeins meira til vinstri en manni virkilega finnst.
Svo er annað með beinskiptinguna. Maður þarf að hugsa um í hvaða gír maður er í, gírkassinn snýr alveg eins alveg sama hvoru megin stýrið er, í sumum bílum hallar hann aðeins meira til hægri. En maður situr auðvitað hinu megin við gírstöngina.

Það var einn hlutur sem ég man allt í einu eftir. Þegar ég var búinn að keyra svona í sirka viku þá fann ég allt í einu að vinstri hendin á mér hafði miklu meira að gera en venjulega og tók mig smá tíma að átta mig á því hvað það var, og þá er ég ekki að tala um bara að skipta um gír með vinstri hendinni.
Þegar maður er kominn hægra megin þá skipturu um gír með vinstri hendinni og gefur stefnuljós líka, alveg eins og í bíl með stýrið vinstra megin. Þannig að þegar maður var að koma að beyju þá á sama tíma gefur maður stefnuljós og skiptir um gír, svo kannski dettur stefnuljósið út og maður ýtir aftur á stefnuljósið og skiptir svo aftur niður, tekur begjuna og tekur stefnuljósið af handvirkt og skiptir svo upp um gír, svo það gat komið fyrir alveg ósjálfrátt að hendin væri á mikilli ferð þarna á milli. En þegar ég áttaði mig á þessu þá auðvitað reyndi ég að laga þetta. Þetta er kannski það eina sem ég man eftir sem mér fannst “óþægilegt” eða betur orðað skrítið.

Þegar ég keyrði á brautinni í maí þá var erfiðasti kaflinn að þessu leiti að stýrið væri hægra megin og maður óvanur því, kaflinn þar sem bláu keilurnar voru, en ég passaði bara að vera ekki nær en ég þorði en fékk líka smá ábendingu um að vera nær!

Í október, fór reyndar seint í október eða þann 22. í 20° celcius hita og sólskyni. 8)
Og þá var ég búinn að vera síðan í byrjun september úti og var semsagt búinn að vera keyra þarna í einn og hálfann mánuð áður en ég fór á brautina svo það skipti mig ekki máli hvoru megin stýrið var.

Bílarnir á Thruxton:
Mazda RX8 voru allir með stýrið hægra megin
Lotus Elise voru allir með stýrið hægra megin
M. Benz SLK350 voru allir með stýrið hægra megin
Ferrari 355 voru held ég allir með stýrið vinstra megin, eins og við erum vön.
Ferrari 360 – Spider var með e-skiptingu og stýrið hægra megin en Moderna bíllinn var 6 gíra beinskiptur og með stýrið vinstra megin, en nú er búið að skipta þeim bílum út, veit ekki hvernig nýju 430 bílarnir eru.
Porche 911 var með stýrið hægra megin
Lamborgini-inn var með stýrið hægra megin

Annars er ekkert mál að keyra í bretlandi, ég myndi bara ekki taka mér bílaleigubíl ef þú ætlar að vera í miðborg London, geðsjúk umferðin þar. Og það er ómögulegt að rata þar nema maður sé með GPS navigation system, sem ég reyndar var með, eða einhvern sem er ótrúlega góður að lesa á kort (sem ég nú er líka, en það er ómögulegt að vera lesa kort og keyra inni í svona stórborg) og með geggjað gott kort sem sýnir hvernig má beyja og í hvaða áttir má aka.
Ég myndi segja að ég hafi ekki verið nema svona 2-3 klukkutíma að átta mig á að hvernig allt væri öfugt, fara öfugt inn í hringtorg og allt það. Pabbi sem er kominn yfir sextugt átti reyndar erfiðara með þetta og ruglaðist nokkrum sinnum. Held að þetta sé dálítið mikið persónubundið.
Og ég vil meina að það hafi tekið mig svona tvo daga að finna mig almennilega hægra megin undir stýri og gírstöngina vinstra megin við mig.

P.s. Svo það skrítnasta það var að koma heim og fara keyra hérna í hægri umferð eftir að vera búinn að vera í vinstri umferð í tvo mánuði.
T.d. fannst mér ógeðslega þröng vinstra megin við mig í bílnum og ég þurfti aðeins að hugsa um það á hvaða akrein ég ætti að vera þegar ég sá engann bíl nálægt, en þetta var bara fyrsta daginn eftir að ég kom heim.
En þetta var samt frekar funky.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group