Margt gott sem er sagt hér. En ef ég má koma með minn punkt. Ég er kannski ungur með sterkar skoðanir, en takið allavega mark á þeim.
Ég verð að segja að mér finnst að það ætti að hætta að greiða með nemendum í háskólanám HÍ. Mjög margir sem fara þarna til að prufa og athuga hvort þeir finni sig og eru þar að taka pláss frá þeim sem vilja læra og vilja sína metnað. Ég sé þetta þannig að það hafa allir möguleika á því að mennta sig, ef þú villt mennta þig þá stenduru undir kröfum, þótt að námið sé dýrara en áður, og því held ég að það verði drifkraftur nemenda að standa sig vel í prófum og námi ef þetta er ekki niðurgreitt.
Ég er sjálfur í einkaskóla (reyndar bara Menntaskóla) og tek sjálfur eftir því að ég stend mig betur útaf því ég vill ekki valda mér og foreldrum mínum vonbrigðum útaf skólagjöldunum. Frekar ætti þessi skattpeningur að fara í að niðurgreiða bækur fyrir námsfólk (og líka á Háskólastigi), dæmi: Ég borga 200.000þúsund fyrir 1 ár í skóla og tek 9 eningar á mánuði, og þarf því að kaupa bækur fyrir 3 áfanga, ca 13-16k. Ég er í skóla frá ágúst til júní sem gera 9 mánuði sem gera sirka 120.000kr í bækur + skólagjöld + að borga lífið.
Mér finnst að það ætti að stytta stúdentspróf að minnsta kosti til 3 ára, jafnvel 2 ára, því það er hægt, og það geta það allir ef viljinn er fyrir hendi. Ég var líka í venjulegum framhaldsskóla og það er þvílíkt slugs og vesen, maður verður kærulaus því það gefst hreinlega of mikill tími í lærdóm og því verður maður latur og lætur ýmisslegt fara framhjá sér.
Ég hef oft velt því fyrir mér ef allir hefðu jafnan rétt til náms. Hvað verður þá um þessi svokölluðu "láglaunuðu störf", ruslakallar, ræstingar, elliheimili, símadömur, kassadömur, og svo framvegis. Þetta eru alveg jafn mikilvæg störf og sjúkraliðar, eða lögregla, viðskiptafræðingur eða eitthvað af þessum menntuðu störfum.
En ef eitthvað ætti að leggja niður í þessu landi að þá ætti að hætta að búa til göng fyrir 300 manneskjur sem búa í einhverjum firði hingað og þangað útá landi. Flest öll þessi sveitaþorp sem voru stofnuð úti á landi voru gerð við sjó og með það í huga að það væri styttra að róa út á miðin að veiða fiskinn. Í dag eru bátar komnar með vélar og geta því farið lengra útá mið og jafnvel siglt einungis frá Reykjavík eða Akureyri til dæmis.
Thats just my two cents.
og nei, þetta var ekkert sem ég er að picka upp eftir pabba gamla
kv,
haukur