Spiderman wrote:
Ég var í stjórn Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismann frá 2003-2004. En í dag vil ég sem minnst af þessu félagi vita, eintómir kommar þar við lýði, ekkert að gerast, engin gagnrýni á flokkinn eins og tíðkaðist alla vega undanfarin 10 ár þar á undan. Í dag held ég að skoðanir mínar rúmist helst innan frjálshyggjufélagsins.
Kommar í Heimdalli? Hvað eru Vinstri grænir þá?
Það sem hefur helst fælt mann frá Sjálfstæðisflokknum eru akkúrat þessir öfga nýfrjálshyggjumenn. Þeir eru svipaðir kommum að því leiti að þeir eru fastir í hugmyndum sem ganga upp í bókum, ekki raunveruleika. Maður finnst þeir vera eitthvað svo einfaldir.
Held að skásta stefnan sé hófsöm hægristefna, þ.e.a.s. að reyna að hafa viðskipti sem frjálsust en samt að hafa gott velferðarkerfi þar sem allir hafa jafnan aðgang að menntun og heilsugæsuþjónustu. Ég er samt ekki að tala um einhverja jafnaðarmannastefnu...
En sammála þér varðandi gagnrýnina á flokkinn, eða réttara sagt, skort á henni. Helst til mikið af undirmálsmönnum sem segja já og amen við öllu frá flokksforustunni, einungis til að fá góðu bitana.
Annars er fyndið að í tíð Sjálfstæðisflokks hefur t.d. kostnaður við utanríkisþjónustuna vaxið mjög mikið (óþarfa sendiherrar einhver?

) en samt kennir flokkurinn sig við hægri og þar með minnkandi ríkisafskipti.
Já, svona er margt skrítið í kýrhausnum...