Jæja nú er kominn nokkuð góð reynsla á draslið og bíllinn virðist vera að virka vel; tekur vel af stað, vinnur vel á ferðinni og síðast en ekki síst læsir sér almennilega

Ef maður tekur of greitt af stað þá alveg mökk spólar hann á vel mjúkum vetrarslikkum og það er alveg minnsta mál að setja hann alveg á hlið ef maður spilar rétt á skiptinguna.
Ég tók svo 1/4 mílu run um daginn með ap22 mælinum mínum, en gat því miður ekki staðið alveg alla leið, en jæja smá hugmynd um það sem bíllinn er að gera
Roll out 0.34s 0.42g 5.1kph
18m 2.44s 0.48g 47.7kph
101m 6.42s 0.30g 98.1kph
201m 9.63s 0.21g 123.3kph
402m 14.69s 0.18g 154.6kph
0-100kph 6.94s 0.30g 0.106km
Pk Power: 147.7kph 12.86s 0.323km 297hp
Peak G: 34.1kph 1.63s 0.008km 0.54g
Hef ekki komist til að taka fleiri run en ég er bara mjög sáttur við þetta. Þessi mælir er mjög góður og sýnir skv. minni reynslu nákvæma tíma, mun betri en gtech að mínu mati.... Náði t.d. aldrei undir 7sek á gamla clionum mínum og best 6.8 á bláa coupe. 750 er alveg klárlega sub 7sek 0-100km/klst og á ég best 6.8sek skv. mælingum sem er fín bæting frá 7.4 orginal
Ég held að lágar 14 á c.a. 160 ætti alveg að vera inn í myndinni og ég tek annað run við tækifæri til að sanna það. Leyfi mér að fullyrða að þetta sé sprækasti E32 á landinu þangað til annað kemur í ljós
Svo er auðvitað alltaf verið að laga eitt og annað og Alpina felgurnar eru komnar í góða yfirhalningu þar sem þeir verða alveg bling fyrir sumarið
