bimmer wrote:
Hvernig endaði Bilstein ævintýrið?
Ég er búinn að vera svo fúll yfir þessu að ég hef ekki sagt frá þessu hérna ennþá! En svo að menn viti nú um hvað við erum að tala þá kemur sagan hér:
Ég fékk semsagt Bjarka með mér í að skipta um gorma og dempara að framan.
Við byrjuðum vinstra megin og það gekk ágætlega þangað til það kom að því að taka demparann úr. Róin sem festir demparann að ofan (við gormasætið/leguna) vildi ekki af, þannig að það var bara tekinn slípirokkurinn á þetta.
Við vorum helv. ánægðir með okkur þegar demparinn var kominn úr strutinum og ætluðum að vera heldurbetur snöggir að setja þetta saman aftur.
Þá kom áfallið. Demparinn passaði ekki. Boltinn/pinninn sem gengur í gegnum leguna er of stuttur og grannur á nýju dempurunum, þannig að það var alveg ljóst að þetta gengi aldrei saman.
Munurinn á milli nýja og gamla demparans sést mjög vel á þessari mynd:
Það eru víst til mismunandi legur í E34, komst að því eftir að hafa talað við Hafþór í TB. Hann var svo almennilegur að hitta mig á verkstæðinu á gamlársdag til að ath. hvort hann ætti til legur handa mér sem pössuðu, svo var því miður ekki.
Það versta við þetta allt saman var að við eyðilögðum gamla demparann þegar við tókum hann úr, þannig að það var ekki hægt að setja þetta saman aftur...
En Bjarki
snillingur átti sem betur fer strutt í heilu lagi úr 520 bíl (með gormi og dempara), sem var settur í.
Næsta mál á dagskrá er að tala við Bavarian Autosport og fá hjá þeim legur sem passa á móti dempurunum sem þeir seldu mér...