Umferðalög, 1987 nr. 50 30. mars:
,,10. gr. Vegfarandi, sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi, skal þegar nema staðar, hvort sem hann á sök á eða ekki. Hann skal veita slösuðum mönnum og dýrum hverja þá hjálp, sem honum er unnt, og taka að öðru leyti þátt í aðgerðum, sem óhappið gefur efni til. Hver sá, sem hlut á að umferðaróhappi eða hefur verið sjónarvottur að því, skal skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess er óskað af öðrum þeim, sem hlut á að óhappinu eða hefur orðið fyrir tjóni.
Ef maður hefur látist eða slasast í umferðarslysi skal sá, sem átti hlut að því, tilkynna lögreglunni um slysið svo fljótt sem auðið er. Ef tjón hefur orðið á eignum og enginn er viðstaddur til að taka við upplýsingum, sem um ræðir í 1. mgr., skal tjónvaldur tilkynna það tjónþola eða lögreglunni svo fljótt sem auðið er.
Hafi maður látist eða slasast alvarlega í umferðarslysi, má eigi raska vettvangi eða fjarlægja ummerki, sem þýðingu geta haft fyrir rannsókn þess. Ef ökutæki veldur verulegri hættu fyrir umferðina skal þó færa það úr stað.´´
Þetta ákvæði á við í þessu tilviki. Menn virðast ekki alltaf hafa mikinn áhuga á að stoppa þegar þeir sjá slys. E-ð sem þarf að bæta úr hér á landi.
trapt wrote:
Ég hef aldrei verið stoppaður á bílnum mínum en alltaf þegar ég hef farið
eitthvað á corollunni hennar mömmu þá klikkar ekki að maður sé tekinn i
check. Mér er svosem sama því ég hef ekkert að fela. Auk þess eru þessar
löggur bara að vinna vinnuna sína og allt í góðu með það. Finnst svo skrýtið
þegar pappakassar eru að neita löggunni um leit í bílnum sínum og eru með
einhvern óþarfa mótþróa.

Mér finnst allt í lagi að vera samvinnuþýður við lögregluna, en þegar það er verið að stoppa menn nokkrum sinnu í viku og jafnvel tvisvar sama daginn þá er vel skiljanlegt að ,,þjónustulund´´ manna í garð lögreglunnar fari minnkandi. Finnst annars fullkomlega eðlilegt að aðstoða lögguna eins og mögulegt er.