Ok, þar sem ég er algjör Sony kall myndi ég taka Sony vélina ef ég væri að velja milli þessara fjögurra.
En hins vegar myndi ég ekki kaupa standard def (SD) vél í dag.
High Definition (HD) vélarnar eru dýrari en þær skila MIKLU betri mynd. Ef fólk er að nota þetta til að taka ómetanlegar myndir af börnunum og fjölskyldunni sem á að skoða og hafa gaman af eftir 10-20 ár þá held ég að SD verði svolítið morkið.
Varðandi muninn á upplausn í SD og HD þá eru tölurnar hér:
SD 720x576 pixlar (SD PAL) alls 414.720 pixlar
HD 1920x1080 pixlar (Full HD) alls 2.073.600 pixlar
Það eru því 5 sinnum fleiri pixlar í HD og það er VERULEGUR munur að horfa á
Margir sem sjá HD í fyrsta sinn á almennilegum skjá með fulla upplausn segja "Vá, þetta er eins og í bíó!!!"
Er að spá í að taka sjálfur þessa vél hérna:
http://www.bhphotovideo.com/bnh/controller/home?O=productlist&A=details&Q=&sku=385368&is=REG&addedTroughType=search
Þó svo að þú sért ekki með HD klippigræjur eða sjónvarp núna þá getur þú tekið efnið út í SD og unnið það þannig núna. Svo upp á seinni tíma áttu allt efnið á HD.
Geri mér alveg grein fyrir að verðmunurinn er mikill en allavega horfi ég á það þannig að minningarnar sem maður er að taka upp séu þess virði að hafa þær í topp gæðum.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...