Ég fylgdist svoldið með þeim þegar þeir voru að leita að driver við hliðina á Nick Heidfeld, og samkvæmt fréttum þá reyndi Mario Theissen að fá Schumacher til liðs við sig.
Nú liggur maður á bæn og vonar það besta.
Að taka þátt í formúluni og sýna árangur er ein besta auglýsing sem bílaframleiðandi getur fengið en það kostar víst peninga. Ég man eftir að hafa lesið fréttir um það að þegar Ferrari tók við foristuhlutverkinu af Mc'Laren sem leiddi það að verkum að Schumacher vann sinn annann heimsmeistaratitil (reyndar var það mér ekki að skapi en skiptir ekki máli hér) þá í kjölfarið hafi sala á nýjum Ferrari sportbílum aukist um rúm 20% svo það er klárlega mikil auglýsing að standa sig vel í F1.
Fréttin um BMW og Schumacher
http://mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?limit=0;nid=1159100;gid=1170