bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 22:31

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 24 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Sun 15. Jan 2006 23:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Langaði til að deila svolitlu, ég fór með súkkuna á ónefnt verkstæði fyrir
um tveim vikum til að skipta um hjólalegur að framan.

Þetta gerðist þegar við vorum á leið upp í Húsafell og ég fann að þegar
ég bremsaði þá var eitthvað laust! Þegar ég gaf í og bremsaði, small
eitthvað. Ég bölvaði þessu bara og hélt að stífan eða eitthvað
sambærilegt hefði losnað..

En síðan eftir 2 km. þá byrjuðu þessi þvílíki víbringur, ég hélt fyrst að
væri eftir plóginn sem hafði rutt veginn, þ.e. svona þvottabretti.
Ég hægði bara á ferðinni rólega og stoppaði, hoppaði út og sparkaði í
dekkið, ég fattaði svo að ég hefði í raun ekkert átt að sparka í dekkið
því engin ró var til að halda felgunni! Samt var hún ekki farin af !?!?

Málið er að allir boltarnir höfðu losnað og innstu hringurinn á felgunni hafði
skorðast af á lokunni.

Nú er bara að draga andann og hella sér yfir gaurana á verkstæðinu, því
hefði felgan flogið af á þessum hraða þá hefði ýmislegt geta gerst :roll:

Ég rölti einhvern hálfan km. á næsta bæ (Laugavellir) og þar var maður
einn sem reddaði mér öllum verkfærum, meira að segja skutlaðist hann
með mér á bílnum sínum og við redduðum þessu á nokkrum mín. :)


Last edited by Thrullerinn on Mon 16. Jan 2006 00:00, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Alveg með ólíkindum hvað sumir geta verið utan við sig. Svona á ALLS ekki að gerast og á að taka mjög hart á svona mistökum.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:07 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 03. Nov 2003 18:40
Posts: 925
Location: @ the spot...
Vááá

Þetta á ekki að líðast svona vinnubrögð.
Það allra minnsta sem þeir gætu gert væri að endurgreiða þér viðgerðina
því þetta er bara næstum tilraun til manndráps, kannski ekki alveg en ef ég væri þú færi ég örugglega upp á verkstæðið með felgulykil og murkaði þessa pappakassa :burn:

_________________
e21 315 "83"


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:25 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
þetta er líka ein af ástæðunum yfir afhverju á alltaf að gera það sem fæstir gera...nota herslumæli!

Það er ömurlegt að lenda í svona...pabbi lenti í þessu á bíl sem hann átti á 38" dekkjum og rétt reddaði sér á 1 felgubolta og ró, allir hinir boltarnir brotnuðu eftri að rærnar fóru.

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Þetta er ferlegt!!! skil reiðina og pirringinn vel, :evil: en allar líkur eru á að það sem að gerst hefur er að felgurnar hafa verið loftherrtar (way to much) eins og tíðkast á svona c.a. 98% verkstæða (sem að er glatað!) og 99.9% bíla sleppa við þetta.
þannig að óvíst er að einhvert vítavert gáleysi hafi átt sér stað, hins vegar hlakka ég mjög til að heyra um viðbrögð verkstæðisins!!
leitt að heyra og gangi þér vel með þetta :wink:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
En eins og alltaf er sveitafólkið boðið og búið við að aðstoða náungann :wink:

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
srr wrote:
En eins og alltaf er sveitafólkið boðið og búið við að aðstoða náungann :wink:


Þokkalega :), en við báðir klóruðum okkur mikið í hausnum að felgan hafði
ekki farið af :?

Þetta var hert með felgulykli eða "toppi", ekki loftgræju..

Hinvegar var viðgerðin nótulaus.. en ætla að ræða þetta mál við þá.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Thrullerinn wrote:
srr wrote:
En eins og alltaf er sveitafólkið boðið og búið við að aðstoða náungann :wink:


Þokkalega :), en við báðir klóruðum okkur mikið í hausnum að felgan hafði
ekki farið af :?

Þetta var hert með felgulykli eða "toppi", ekki loftgræju..

Hinvegar var viðgerðin nótulaus.. en ætla að ræða þetta mál við þá.


Reyndar eru þessar stálfelgur sem ég er með undir mínum E30 alveg svakalega fastar á og það þarf sleggju til að koma þeim af.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 00:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 01:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2003 06:08
Posts: 3377
Lindemann wrote:
þetta er líka ein af ástæðunum yfir afhverju á alltaf að gera það sem fæstir gera...nota herslumæli!

Það er ömurlegt að lenda í svona...pabbi lenti í þessu á bíl sem hann átti á 38" dekkjum og rétt reddaði sér á 1 felgubolta og ró, allir hinir boltarnir brotnuðu eftri að rærnar fóru.


erti klikkaður þá myndi verða dyrar að setja felgunar undir heldur en láta skifta um dekk á þeim.
þetta er bara dæmi gert þegar loftlykill er notaður með of miklu trukki þá hreinsast gengjunar úr felgurónum eða boltanir tapa gengjum. það á bara alltaf að hand herða felgur undir tylla með loft taka svo bara á með höndum.
ekki eitthvað herslumælirsæfingar þú ert ekki að setja hedd á bíllinn

_________________
523 E61 Touring
Mazda Rx7 Ekkert turbo vesen 12.060 @ 117.80
Clio 1,8 á R888 Ralycrossarinn
Hæðarstilli dekk ókeypis fyrir Reykjavik og nágrenni
Offical E30 H8R CREW
Member ONE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 01:02 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 08. Jun 2003 03:11
Posts: 1494
Location: Reykjavík
IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:


Hvar sérðu það??

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 01:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2003 06:08
Posts: 3377
IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:

gæti verið þessi gull legu týpa :) en þetta finnst mér of mikið

_________________
523 E61 Touring
Mazda Rx7 Ekkert turbo vesen 12.060 @ 117.80
Clio 1,8 á R888 Ralycrossarinn
Hæðarstilli dekk ókeypis fyrir Reykjavik og nágrenni
Offical E30 H8R CREW
Member ONE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 01:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Jónki 320i ´84 wrote:
IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:


Hvar sérðu það??


Ég editaði það út, fannst það ekki relevant. En whatever, já þetta kostaði
þessa upphæð og það fauk í mig :evil:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 01:46 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 08. Jun 2003 03:11
Posts: 1494
Location: Reykjavík
Thrullerinn wrote:
Jónki 320i ´84 wrote:
IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:


Hvar sérðu það??


Ég editaði það út, fannst það ekki relevant. En whatever, já þetta kostaði
þessa upphæð og það fauk í mig :evil:


WOW það er mikið :shock:

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 16. Jan 2006 10:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Ræddi við mennina þarna og þeir voru miður sín yfir þessu, hellti mér
ekki yfir einn né neinn, það gerir enginn svona viljandi.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 24 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group