Ég veit ekki hvort þið trúið mér en þetta geri ég með tárin í augunum ;(
Ég hef hvorki næga kunnáttu, peninga, aðstöðu né tíma til að eiga gullið mitt lengur. Það þarf ýmislegt að gera fyrir greyið.
Hann fer samt sem áður hraðar í gang í frosti en nýja toyotan hennar mömmu
BMW 525i '85
svart/dökkgrár
Ekinn c.a. 195000 samkvæmt mæli
Sjálfskiptur
Álfelgur
Sumardekk ljómandi fín
Geislaspilari sem spilar mp3

bara 25w samt
Ekki leður eða neitt svoleiðis rugl
Jæja, ástand bílsins
Hann er þreyttur:´
Í morgun fór pústkerfið í sundur undir miðjum bíl og það er by the way ónýtt frá a-ö. Pínu dæld á frambretti hægra megin að framan, og svuntan ef svuntu á að kalla er orðin frekar þreytt og löskuð.
Ég er yfir mig ástfanginn af vélinni og skiptingunni. Það hefur verið að svínvirka. Hann rýkur í gang fljótt og örugglega, en þegar hann er heitur tekur það svona 3 sekúndur og það finnst mér miiiikið. En rafgeymirinn og startarinn eru í 110% standi, aldrei heyrt bíl starta eins hratt.
En eitthvað er að vélinni, ekki að maður finni það á neinn einasta hátt nema með eyðslu. Veit nú ekki alveg hvað hann á að vera að eyða en hann er að eyða suddalega miklu hjá mér.
Og ekki gerir það málin betri að bensíntankurinn er með gati á hliðinni svo það er bannað að setja meira en 2000 kr. á hann og bannað að beygja til vinstri á mikilli ferð
Hann er með rosalegan caracter þessi bíll.
Hitinn á vélinni er alltaf eðlilegur nema ein undantekning, honum leiðist laugarvegurinn

þá fer hann örlítið upp, þá er málið að bruna niður á sæbraut og keyra hratt í smá stund og þá er það komið í lag, hann nennir ekki að keyra hægt hehe.
Hraðamælirinn hætti að virka fyrir svona 1-2 mánuðum. Mér er alveg sama, ég veit að ég keyri of hratt, þarf engan mæli til að segja mér það
Einhver sagði mér að það væri lítið mál að koma því aftur í lag en ég hef bara ekki haft tíma til að kíkja á það.
Ég veit ekki hvað er rétt verð á svona bíl en ég er svo yfir mig ástfanginn af honum að ég er ekki tilbúinn að fara undir 150 þús kjell.
Svo er bara að bjóða í gripinn
Myndir:
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTA4MTk4OTZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTA4MTk5MTZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg
http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTA4MTk5MDZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg
Skoða skipti í bíl sem eyðir svona 10x minna en þessi

En þá bara slétt skipti eða að ég fái pening.. ég á ekki hálfa krónu með gati.
Upplýsingar í email
vallifudd@msn.com eða í gegnum msn á því msn emaili..
Má líka prófa að hringja í 820-8488.. Er alltaf með hann hjá mér en er að vinna í síma mikið svo ég get ekki svarað mikið, allavega ekki í dag. Hægt að senda sms í 820-8488 og þá get ég hringt til baka t.d... Hentar líklega betur.
Kveðja
Valli Djöfull