HPH wrote:
það sem ég á við að þú tapar minna á því að hafa Rekstraleigu en að hafa hann á lánum.
Ég er nú ekkert endilega viss um það. Ég er nú ekki sérstaklega mikið inn í þessu en ég prófaði að gamni að fara á
http://www.sp.is og prófaði að setja upp tvö dæmi:
Einkaleiga (svipað og rekstarleiga):
Kaupverð 3.000.000
Leigutími 36 mán.
Myntkarfa SP5
Heildargreiðsla: 2.061.936 kr.
Bílalán:
Kaupverð 3.000.000
Leigutími 36 mán.
Myntkarfa ISK
Heildargreiðsla: 3.719.841 kr.
Segjum að bíllinn lækki um 12% á ári, eftir 3 ár væri þriggja milljóna króna bíll kominn niður í sirka 2 milljónir, u.þ.b. 1 milljón í afföll.
Þú borgaðir 3,7 m. samtals fyrir bíllinn, selur hann fyrir 2 m. eftir 3 ár, sem sagt sirka 1,7 m. króna tap fyrir þig. Í efra dæminu (einkaleigunni) er tapið hins vegar um 2 milljónir því þú færð ekkert fyrir bílinn þar sem þú ert einungis að leigja hann.
En þetta er náttúrulega svolítil einföldun og það er hægt að fá misgóð kjör eins og gengur og gerist, bílar falla mishratt í verði o.s.frv.
Þannig að þetta er ekkert svart/hvítt.