Er ekki eitthvert gúrú hérna sem getur sagt mér eitthvað gáfulegt um custom loftsíur. Málið er að ég er með V12 (ekki BMW) Benz s600 sem ég er að spá að setja ný loftinntök á en hef ýmsar spurningar (og efasemdir) s.s.
Er þetta að gefa eitthvað?
Er K&N málið eða einhverjar aðrar síur?
Hvaða stærð á síum?
Þarf ég ekki að gera eitthvað meira til að fá kraft út úr þessu?
Risk?
Það eru sensorara á inntakinu stock (framan við síurnar), er sama hvar á inntakið þeir eru settir?
Gúmmíhosur eða málm?
ofl. ofl. ofl.
Þannig að ef þú hefur eitthvað vit á þessu (eða bara skoðun), láttu þá endilega ljós þitt skýna
