Jónki og aðrir,
Ég er sammála Óskari í því að maður getur á styttri tíma fundið svarið við spurningu sinni með því að skrifa hana bara í google gluggann hjá sér á ensku, og meira segja mögulega leitað bara á spjallinu okkar um málefnið þar sem að allsvakalega mörg málefni hafa komið upp síðan 2002 þegar síðan var sett á laggirnar.
Það er enginn á launum að svara þessum spurningum sem koma hérna á spjallið og því finnst mér dónaskapur að ætlast til að alltaf sé einhver sem er á verði að svara spurningum, ef einhver skildi bíða í 2daga eftir svari og ekkert fá , svo hrækja því sama útúr sér á google og fær svar STRAX. Það sýnir mér bara að leita og læra sjálfur virkar best.
Hvaðann heldurðu að við höfum allt þetta info?? Beint frá BMW eða B&L?
Nei ekki svo gott, heldur beint af internetinu og í gegnum samskipti við aðra BMW áhugamenn.
Svo er líka ekkert þreyttara en að svara alltaf sömu spurningunum.
Svo ættu allir BMW áhugamenn á íslandi að vera reglulegir á erlendum spjöllum sem eru tileinkuð þeirra tegund eða bara almennt.
það heitir að víkka sjóndeildarhringinn og læra hraðar og betur,
Hérna er útkoma eftir smá leit á okkar spjalli
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... sar#135316
Ekki láta þetta fara fyrir brjóstið á ykkur, ég hef alveg tekið eftir því að menn eru stundum ekki sáttir við svörin frá manni.
En þetta svar er bara til að varpa ljósi á mína afstöðu
Og það er rétt þetta er umræðu borð eða spjallborð og því tilvalið ef menn hafa lesið eitthvað á internetinu og vilja fá það staðfest hérna,
Það er ekkert leiðinlegra en mis-information og því bið ég þá sem ekki vita hvað þeir eru að segja að sleppa því bara, t,d
"Ég las að maður getur notað "10x17 á E30 er það satt??"
já bara að aftann, það þarf að rúlla brettin að aftann og runna mjög stíft fjöðrunarkerfi til þess. og Ofsettið þarf að vera um +15mm
Verri spurning væri
"Hvað eru stærstu felgur sem ég get sett á E30 ??"
Þá myndi ég svara
" Hvaða stærð sem er ef þú átt nóg af peningum "
Svo er ein góð sem fær mig til að hlæja
"hvað kosta "17 dekk?"
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
