Hafið þið skipt um hliðarrúðu frammí í E36. ÞAÐ ER MAJOR PAIN

, þ.e.a.s. ef maður kann það ekki.
Klukkan hálf sjö í dag fór ég og ætlaði að skella rúðunni í hjá mér, ég var fyrst að koma heim núna um 10 leytið
Fyrst þurfti að hreinsa glerbrotin úr þéttilistunum, síðan þurfti að átta sig á hvernig best væri að smeygja henni ofan í hurðina, tók smá tíma (skíthræddur um að brjóta þetta,13.000 kall plús vikubiðtími eftir nýrri). OK, kem henni ofan í, festi hana í stýriarmana og prófa, nei þá hrekkur hún úr festingunum, nýju stykkin pössuðu eitthvað verr heldur en þau gömlu. Set gömlu aftur í í og prófa, NEI þá er hún laflaus og dettur alltaf fram fyrir sig... hún fór ekki almennilega inn í fölsin
Jæja svo loksins gekk þetta og ég varð alveg himinlifandi
Og eitt annað, gírhnúðurinn er orðinn svolítið slitinn hjá mér, smá laus, svona wear and tear... allavega þá fer ég upp í umboð í dag og tékka svona til gamans hvað nýr svona kostar... 9000 kall takk, fyrir einn skitinn gírhnúð
